Súkkulaðibúðingur er alltaf góður og fæstir slá hendinni á móti hnausþykkum súkkulaðibúðing og hvað þá ef hann er borinn fram með nýþeyttum mjallahvítum rjóma. Þessi er klassík og við lofum að þú munt búa hann til aftur og aftur….og AFTUR!
Uppskrift fyrir 6 manns
1⁄3 bolli sykur
1⁄3 bolli gott kakó duft
2 tsk kornsterkja (maizana mjöl)
1⁄8 tsk salt
1 3⁄4 bolli mjólk
1⁄4 bolli rjómi
120 gr Dökkt súkkulaði
1 tsk vanilludropar
1 msk dökkt romm (má sleppa)
Leiðbeiningar:
Pískið saman, sykur, kakó, kartöflumjöl og salt í potti. Hellið mjólk og rjóma varlega saman við og hrærið stöðugt í og látið hitna á miðlungshita. Látið malla og hrærið stöðugt í þar til að búðingurinn þykknar og byrjar að sjóða til kantanna, eftir um það bil 12-15 mínútur.
Bætið súkkulaðinu við og hrærið saman við þar til það hefur bráðnað að fullu. Takið af hitanum og bætið við vanillunni og romminu og hrærið saman við. Skiptið á milli sex desertskálar, krukkur eða glös allt eftir því hvað hentar þér, settu plastfilmu yfir hvert glas og kældu í það minnsta í einn og hálfan tíma.
Þetta er magnaður en klassískur eftirréttur frá guðdómlegu gestgjöfunum hjá saveur.com. Ljósmynd er eftir Todd Coleman.