KVENNABLAÐIÐ

Dásamlega svalandi óáfengur sumardrykkur: Uppskrift

Það sem sumarið byrjar aldeilis dásamlega hjá okkur Íslendingum (allavega á suðvestur horninu!) er ekki úr vegi að huga að svalandi sumardrykk sem hentar einkar vel með grillmatnum.

Sniðugt er að bera drykkinn fram í mason krukkum með röri
Sniðugt er að bera drykkinn fram í mason krukkum með röri
Auglýsing

Hér er uppskriftin:

1 og 1/2 hluti appelsínusafi (bestur nýkreistur)

1/2 hluti límónusafi (lime)

1/2 hluti sítrónusafi

1 og 1/2 tsk sykur eða sætuefni

Sódavatn

Ísmolar

Límónu eða sítrónusneiðar til skreytingar ef fólk óskar

Auglýsing

Aðferð:

Hrærðu saman safana. Settu sykurinn í glösin og djúsinn svo. Hrærðu til að leysa sykurinn upp. Þegar á að bera fram, settu ísmola í glösin og toppaðu með sódavatni.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!