Ef þú vilt léttast eru margar leiðir til að gera vel við sig í mat án þess að vera uppfull/ur af samviskubiti. Hér eru nokkrar uppástungur að því hvernig þú getur valið léttari leiðina við val á mat:
Frosin vínber eru æðislega gott snakk. Eins og ískaldur brjóstsykur og þér er óhætt að borða eins mörg og þú vilt.
Salatblöð í stað tacos eru ákaflega góð, veldu hraustleg og sterk salatblöð og njóttu þess að finna brakandi heilbrigðið þegar þú bítur í.
Jógúrt í staðinn fyrir majónes er skothelt í ídýfur sem þú bragðbætir eftir þínum smekk, kannski með hvítlauk, agúrku, sítrónu og salti?
Möndlumjöl í stað hveitis í baksturinn er algjör snilld og þú varla finnur muninn. Mun hollari kostur.
Eggaldin í stað lasagnapasta er unaðslega gott og hvað er betra en gott hveitifrítt lasagna?
Berjaklakar í vatnsglasið gerir vatnsdrykkjuna meira spennandi því eins og við vitum er mikilvægt að drekka mikið vatn á hverjum degi.
Eftirréttir mega ekki gleymast. Frosin ber með jógúrt sem þeytt er með ofurlitli hunangi og sítrónu og vanilludropum er hreinn unaður…