KVENNABLAÐIÐ

Saltkaramellu og súkkulaði smáfreistingar

Auglýsing

Af hverju er súkkulaði og saltkaramella svona ótrúlega gott saman? Hver réði því eiginlega? En freistingar sem innihalda þetta tvennt er erfitt að standast og því fundum við eina afar einfalda uppskrift fyrir ykkur sem er þess virði að prófa því þetta er í alvöru alveg ferlega auðvelt í framkvæmd.

Caramel Cups 8

Þessir litlu saltkaramellu og súkkulaðibollar geymast vel þó við vörum við því að það er ólíklegt að þeir muni þvælast fyrir þér lengi…svo góðir eru þeir.

Þú þarft að eiga pínulítil muffinsform sem fást víða. Þetta eru smáir bitar og henta vel með kaffisopa eða glasi af góðu víni…saltkaramella, súkkulaði og gott rauðvín er stórhættulegt kombó…en hvað..lífið er stutt! Þessi uppskrift býr til 14 bita.

  • 1 1/2 bolli af súkkulaði að eigin vali (sem bráðnar vel).

Veldu þitt eftirlætissúkkulaði sem þú ert vön/vanur að nota í bakstur. Súkkulaði sem bráðnar auðveldlega hentar best og bræddu það síðan í glerskál í vatnsbaði í góðum potti. Passaðu að hafa ekki of mikið vatn í pottinum svo ekki slettist vatn í skálina með súkkulaðinu.

Caramel Cups 1

Settu væna slettu af súkkulaði í hvert form og taktu þér pensil í hönd. Já, þetta þarfnast listræns auga því nú dreifirðu úr bræddu súkkulaðinu og málar formið að innan svo að það þekji formið vel.

Caramel Cups 3

 

Setjið  formin í kæli en súkkulaðið þornar hratt. Málið formið að innan öðru sinni svo að súkkulaðiskelin verði þykkari og gómsætari og aftur í ísskápinn.

Þá er að búa til karamelluna…

  • 1/2 bolli strásykur
  • 2 mts sýróp ljóst
  • 1/2 bolli smjör
  • 1 mtsk mjólk eða rjómi
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1/4 tsk sjávarsalt
  • 1 1/2 bolli súkkulaði að eigin vali (sem bráðnar vel.)

Setjið sykur og sýróp saman í pott og hitið á miðlungs hita þar til karamellan verður gyllt að lit. Takið af hellunni stutta stund. Bætið smjörinu og mjólkinni/rjómanum varlega saman við (passið ykkur að karamellan á til að slettast svo farið verulega varlega) Setjið aftur á helluna og hrærið saman þar til vel blandað saman. Takið af hitanum og hrærið saman við vanilludropunum og saltinu.

Caramel Cups 2

Fyllið súkkulaðibollanna litlu með karamellunni og setjið aftur inn í ísskap stutta stund.

Caramel Cups 4 

Notið afganginn af brædda súkkulaðinu til að loka bollunum, leyfið að harðna stutta stund og skreytið með sjávarsalti.

Caramel Cups 7
Uppskrift og ljósmyndir eru héðan.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!