KVENNABLAÐIÐ

Kampavíns- og hindberjabollakökur sem stela senunni…

Elskarðu hindber? Þá er hérna bollakaka sem þú átt eftir að gera aftur og aftur…

 

6

Í kökurnar fer eftirfarandi:

115 gr smjör

220 gr sykur

250 gr hveiti

1,5 tsk lyftiduft

80 ml mjólk

40 ml freyði eða kampavín

2 egg

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 180 gráður.

2.Takið til 12 bollakökuform úr bréfi.

3. Þeytið saman sykur og smjör þar til sykurinn hefur samlagast smjörinu að fullu.

4. Setjið eggin saman við og þeytið saman við sykur/smjörblönduna.

5. Sigtið saman hveiti og lyftiduft og setjið helming af þurrefnablöndunni saman við deigið og hrærið saman á lægsta hraða. Hrærið næst mjólkinni saman við á lægsta hraða. Bætið þá afganginum af þurrefnablöndunni saman við og hrærið allt saman í mjúka blöndu.

6. Fyllið formin að 2/3 og bakið í 20-22 mínútur eða þar til að bollakökurnar eru fullbakaðar.

Takið kökurnar úr ofninum og látið þær síðan kólna alveg á grind.

3

Fylling:

1. Merjið hindberin 200 gr og hitið í potti með 4 matskeiðum af sykri á lágum hita. Látið malla stutta stund og látið kólna.

2. Notið eplakjarnahníf til að hola kökurnar í miðjunni en passið að fara ekki alveg niður á botninn svo fyllingin leki ekki út.

4

Smjörkrem:

250 gr smjör við stofuhita

300 gr flórsykur sigtaður

4 matskeiðar freyði-eða kampavín

1 teskeið hindberjalíkjör

Sigtið flórsykurinn og setjið í skál með smjörinu og freyðivíninu og líkjörnum. Þeytið allt saman fyrst eina mínútu á lægsta hraða og svo fimm mínútur á mesta hraða. Skiptið smjörkreminu í tvær skálar. Ég notaði ofurlítinn rauðrófusafa til að fá helming smjörkremsins fallega vínrauðan en það má líka nota rauðan matarlit.

1

Samsetning:

Holaðu bollakökurnar að innan og fylltu með hindberjafyllingunni. Fyrst smyrðu ólitaða smjörkreminu yfir kökurnar  en litaða smjörkremið seturðu í rjómasprautu og skreytir með því kökurnar.  Hindberin eru svo til að toppa herlegheitin…sigtaðu smávegis af flórsykri yfir svo stirni á þær og njóttu þeirra svo í góðra vina hópi!  Nammi…

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!