KVENNABLAÐIÐ

Nutellaostakaka sem þú munt eiga í ástarsambandi við

Það er ekkert himneskara en góð ostakaka og þessar litlu Nutellabombur eru sjúklega góðar!

Screenshot 2015-05-22 20.30.03

 

Botninn er brakandi góður gerður úr góðu kexi, heslihnetum og Nutella og ofan á er mjúk kakan úr rjómaosti og MEIRA Nutella… Svo er rjóminn stífþeyttur ofan á og heslihnetuflögur til að setja punktinn yfir i-ið…

mini_nutella_cheesecake_05

Þetta þarftu að eiga til að búa þessar elskur til…

300 grömm Graham kex eða gott hafrakex
5 teskeiðar ósaltað smjör við stofuhita
1 dós af Nutella
¾ bolli ristaðar heslihnetur
450 grömm rjómaostur við stofuhita
½ bolli sigtaður flórsykur
Þeyttur rjómi eftir smekk
2 x 12 lítil bökunarform og gott er að sníða smjörpappír í botninn svo auvelt sé að ná litlu kökunum úr formunum.

mini_nutella_cheesecake_03

Aðferð:

Brjótið kexið niður í matvinnsluvél, bætið við smjörinu, og þremur matskeiðum af Nutella. Púlsið saman í vélinni þangað til að það verða til klumpar og bætið við þremur matskeiðum af ristuðu heslihnetuflögunum og púlsið þeim vel saman við.

Smyrjið formin lítillega með smjöri eða kókósolíu. Setjið yfirfulla matskeið í hvert form og pressið niður í botninn með fingrunum eða baki skeiðar. Setjið í kæli í það minnsta í eina klukkustund.

Þeytið saman rjómaostinn, flórsykurinn og restina úr Nutella dósinni þar til allt hefur blandast vel saman.

Nú er komið að því að setja ostablönduna ofan á botninn. Fyllið formið að 2/3 með ostablöndunni og aftur inn í ísskáp, í það minnsta í fjóra tíma eða yfir nótt.

þegar bera á Nutellabomburnar fram eru formin tekið úr kæli og leyft að standa stundarkorn og svo snúið þið þeim á hvolf og bankið í botninn og leyfið þeim að detta úr á hreinan flöt lagðan með smjörpappír. Snúið kökunum við og skreytið með þeyttum rjóma  og ristuðum heslihnetuflögum.

Ástarheslihnetukveðjur!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!