KVENNABLAÐIÐ

Ketóvænar kjúklinga „fajitas” með paprikum: Uppskrift

Þegar fólk er á ketógenísku fæði – sem afskaplega margir Íslendingar virðast vera á þessa dagana! – saknar maður oft réttanna sem innihalda brauð. Með þessum rétti muntu ekki sakna tortillubrauðanna lengur…allt sem þú þarft er paprikur.

Þessi mexíkóski réttur ætti að taka aðeins 10 mínútur í framkvæmd og er náttúrulega lágur í kolvetnum og hentar bæði þeim sem eru á ketó og paleo – hann er algerlega glúteinfrír.

Í einum skammti eru:

474 hitaeiningar

Undirbúningur 10 mín

Eldunartími 35 mín

Biðtími 25 mín

Samtals: 45 mín

keto88

Auglýsing

Kjúklingamarinering (fyrir fjóra skammta/paprikur):

¼ bolli ólífuolía

2 msk limesafi

1 tsk cumin

½ tsk chilliduft

½ tsk sjávarsalt

¼ tsk svartur pipar

500 grömm kjúklingabringur

keto29

Paprikur:

Fjórar stórar paprikur (rauðar eða gular)

2 msk ólífuolía

¼ tsk sjávarsalt

keto0

Auglýsing

Fajita fylling:

2 msk ólífuolía

1 og hálfur bolli grænar paprikur, í teningum

1 og hálfur bolli laukur, sneiddur í helminga

¼ tsk sjávarsalt

¼ tsk svartur pipar

4 hvítlauksgeirar maukaðir

2 tsk kóríander (ef fólk óskar)

keto92

Aðferð:

Kjúklingurinn og marineringin:

Í miðlungsstórri skál hrærðu saman öll innihaldsefnin og bættu svo kjúklingnum við. Settu lok eða plast yfir og láttu í ísskáp í allavega 20 mínútur, allt að þrjá tíma.

Paprikurnar:

Á meðan skaltu hita ofninn í 200°C. Settu bökunarpappír á plötu.

Skerðu toppana af paprikunni og fræhreinsaðu. Ef paprikurnar standa ekki af sjálfu sér geturðu skorið aðeins neðan af þeim til að búa til slétt undirlag (passaðu samt að gera ekki gat á botninn!). Settu paprikurnar á bökunarpappírinn. Penslaðu þær að innan með ólífuolíu og settu smá salt yfir.

Ristaðu paprikurnar í 20 mínútur, þar til þær eru mjúkar og gylltar á endunum. Þegar þær eru tilbúnar taktu þær út og þurrkaðu vatn innan úr.

keto3

Fajita fylling:

Meðan paprikurnar eru að ristast og kjúklingurinn að sækja í sig bragð skaltu hita olíu á pönnu á miðlungshita. Settu grænu paprikurnar og laukinn. Kryddaðu með salti og pipar. Mýktu og brúnaðu í sjö til 12 mínútur.

Settu nú hvítlaukinn og láttu krauma í um mínútu, þar til lyktin er orðin óbærilega góð! Settu í skál og taktu til hliðar (settu plast eða álpappír yfir).

Á sömu pönnu skaltu hafa miðlungshita. Settu kjúklinginn á, fjarlægðu auka marineringu af kjúklingnum og steiktu. Þetta ætti að taka 7-10 mínútur á hvorri hlið.

Kjúklingurinn ætti að hvílast í fimm mínútur og svo skaltu skera hann og blanda við grænmetið. Settu fyllinguna í paprikurnar. Settu kóríander ofan á ef þú óskar, guacamole, avócadó, sýrðan rjóma (athugaðu kolvetnainnihaldið samt) eða sneiddan/rifinn ost.

keto2

Njóttu!!

Hitaeiningar í einum skammti: 473

Fita 30 gr

Prótein 28 gr

Kolvetni 20 gr

Net kolvetni 15 gr

Trefjar 5 gr

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!