KVENNABLAÐIÐ

Átta hættulegar fæðutegundir fyrir hunda

Flestir hundaeigendur vita hvað það er ekki góð hugmynd að leyfa hundunum að borða það sem fer á matarborðið hjá okkur mannfólkinu. En stöku sinnum þá kemst hundurinn í mat sem ekki er ætlaður honum. Yfirleitt er það nú í lagi en það eru vissar fæðutegundir sem eru virkilega hættulegar fyrir hunda og geta jafnvel drepið þá. Ef þú veist hvaða fæðutegundir þetta eru þá getur þú komið í veg fyrir slys. Endilega deilið til hundaeigenda þó svo þeir séu nú yfirleitt með þetta allt á hreinu.

Auglýsing

Garlic-and-Onions1

1. Hvítlaukur og laukur
Ekki láta hundinn þinn komast í hvítlauk og lauk. Við notum þetta mikið í mat til að bragðbæta en hrár hvítlaukur og laukur er mjög hættulegur fyrir hunda. Viss efnasambönd í laukafjölskyldunni valda eitrun í gæludýrum. Því miður getur það tekið 3-4 daga fyrir einkennin að koma fram eftir inntöku. Þú gætir tekið eftir því að hundurinn virðist latur og þvagið er dökk-appelsínugult eða rautt.

Chocolate1

2. Súkkulaði
Margir hundar leita í sætindi, kökur, kex og súkkulaði en því miður eru efni í súkkulaði sem hundar þola ekki og geta valdið dauða ef neytt í miklu magni. Því dekkra sem súkkulaðið er, því hættulegra. Ef hundurinn borðar súkkulaði þá gæti hann farið að æla, verið pirraður og fengið verki. Krampi og dauði eru afleiðing ef neytt í miklu mæli. Ef þú veist að hundurinn þinn komst í stóran skammt af dökku súkkulaði skaltu rjúka út í apótek (gott að eiga á heimilinu) og kaupa vetnisperoxíð og hella upp í hundinn til að framkalla uppköst. Ef hann skilar þessu ekki frá sér strax skaltu fara með hann til dýralæknis á stundinni.

Avocado2


3. Avokadó

Næstum allir hlutar avokadó trésins eru eitraðir fyrir dýr og þar á meðal ávöxturinn sjálfur. Til þess að eitra fyrir hundi þá þarf hann að borða töluvert magn af avokadó. En það er ekki bara eituráhrifin sem eru hættuleg heldur getur hann líka kafnað af steininum ef hann borðar hann og ef hann kyngir honum þá getur hann stíflað þarmana. Lífshættulegt ástand sem krefst skurðaðgerðar strax.

Auglýsing

Xylitol1

4. Xylitol
Þú kannski þekkir ekki efnið en það er í fjölda sykurlausra matvæla, eins og tyggjó t.d. Sætuefnið veldur mannfólkinu engum skaða en ef hundur borðar það þá fellur blóðsykur hans hratt. Krampi og rugl eru afleiðingar. Ef hann kemst í mikið magn af xylitol þá getur hundur endað í lifrarbilun sem er alvarlegt ástand.

Chicken1-1

5. Kjúklingur
Fuglakjöt er hættulegt fyrir hunda, ekki útaf eitri heldur útaf beinum. Það getur kvarnast úr kjúklingabeinum og þau geta valdið skaða á maga og ristli hundsins. Það er í lagi að gefa dýrum hráan kjúkling en þegar búið er að elda hann þá verða beinin hættuleg. Ef þig grunar að hundurinn hafi borðað kjúklingabein þá skaltu fylgjast vel með honum. Ef hann sýnir einhver merki um verk eða vanlíðan þá skaltu fara með hann til dýralæknis. Oft skila beinhlutar sér eðlilega án alvarlegra afleiðinga en því miður ekki í öllum tilfellum.

Moldy-Food1

6. Myglaður matur
Þér gæti þótt góð hugmynd að gefa hundinum þínum gamlan mat því þú veist að hann myndi borða hann þó þú myndir ekki gera það en það getur valdið vandamálum ef það er mygla í matnum. Sum mygla í mat inniheldur eiturefni sem eru skaðleg. Þau valda skjálfta sem geta versnað og breyst í krampa. Ef ekkert að gert þá getur þetta valdið dauða. Forðastu að gefa hundinum þínum myglaðan mat og passaðu að skilja ekki myglaðan mat eftir í ruslinu sem hundurinn gæti komist í.

Corn-on-the-Cob1

7. Maísstöngull
Það gæti virst skaðlaust að leyfa hundinum að naga maísstöngul en það getur verið stórhættulegt. Maís meltist illa og bitar geta fest í þörmunum sem getur leitt til stíflu og dauða.

Dairy-Products1


8. Mjólkurvörur

Margir hundar þola ekki laktósa og því ættir þú að forðast að gefa þeim mjólk eða ís. Þó það sé ekki beint hættulegt þá geta afleiðingarnar verið leiðinlegar. Hundurinn getur rekið mikið við og fengið niðurgang af of miklum mjólkurvörum. Smá magn af osti og jógúrt er í góðu lagi þar sem það inniheldur ekki mikinn laktósa en betra er að forðast mjólk og ís.

Hafa ber í huga að enginn hundur er eins og sumir þola eitt og aðrir annað en hundur sem er á hundafóðri eða hráfæði ætti að forðast þessar fæðutegundir en sitt sýnist hverjum. Það er þó á hreinu að sumt á þessum lista er stórhættulegt fyrir hunda og getur valdið dauða.

Þýtt af www.pet360.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!