Gaman getur verið að velta fyrir sér hvað liggur framundan en þó er nauðsynlegt að muna eftir því að lifa í núinu. Hvað mun gerast í næsta mánuði? Það bara kemur þér ekkert við! En í næstu viku? Gleymdu því, vinkona! Hér fyrir neðan verða leiðbeiningar fyrir hvert og eitt stjörnumerki um það hvernig skal lifa af helgina:
Steingeit (22. desember – 19. janúar)
Eirðarlausa steingeitin er full af andlegri orku og innblæstri þessa helgi en er þó ekki tilbúin að setja niður föst plön. Það er allt í lagi! Njóttu þess og umkringdu þig með fólki sem tengir við áhugamálin þín og metnað en leyfðu öllum mikilvægum ákvörðunum að bíða fram í næstu viku. Þú þarft að safna orku þinni og ná að fullmóta hugmyndir þínar áður en lengra er haldið!
Vatnsberi (20. janúar – 18. febrúar)
Vatnsberinn veit að hann græðir á því að gefa og það er einmitt það sem hann ætti að gera um helgina! Þú hefur jákvæða og hlýja nærveru og það eru margir í þínu umhverfi sem hefðu gott af henni einmitt núna. Það verða alltaf til þeir sem efast um kærleika þinn eða telja hann falskan en rétt eins og þú, kæri vatnsberi, munu þeir fá aftur til sín það sem þeir hafa gefið af sér.
Fiskur (19. febrúar – 20. mars)
Fiskurinn gæti orðið versti óvinur sinn þessa helgina ef hann leyfir óttanum að stýra. Þú mátt ekki leyfa hræðslu við mistök að kæfa djúpa forvitni og snilld þína! Þessa helgi skalt þú stíga skref í átt að eitthverju nýju og spennandi t.d. kennslubók sem höfðar til þín, prufa að mæta á dansnámskeið eða elda nýja uppskrift!
Hrútur (22. mars – 19. apríl)
Hrúturinn þarf að taka sér stund til að leita inn á við og finna innri styrk sinn. Þessa helgi ættir þú að skoða vel samskipti þín við þitt nánasta fólk og ákvarða hvort þú sért að gefa frá þér í sama mælikvarða og þú tekur. Ekki gera lítið úr sjálfri þér með því að styðjast of mikið við aðra því þú gætir misst af ýmsum tækifærum.
Naut (20. apríl – 20. maí)
Það liggur margt á hjarta nautsins þessa helgi. Hafðu samband við vini þína og nána ættingja því þú styrkir sjálfa þig með að efla þessi tengsl. Vertu síðan ófeimin/n við að opna á þá hluti sem þarf að ræða og biðja um stuðning. Hlúðu að sjálfri þér og fólkinu þínu og helgin gæti hjálpað þér að komast aftur í jafnvægi.
Tvíburi (21. maí – 21. júní)
Tvíburinn er kominn að hindrun annað hvort í námi eða atvinnulífinu. Láttu þetta ekki draga úr þér. Haltu áfram að vinna að markmiði þínu og hafðu það í huga að þessi kafli mun líða hjá og muntu þá hafa eignast aukinn þroska og styrk. Dugnaður þinn þessa helgi gæti vakið athygli einstaklings sem hefur möguleika á því að styðja þig.
Krabbi (22. júní – 22. júlí)
Tvístigandi krabbinn þarf að forðast misskilninga og vera hreinskilinn til að komast hjá óþarfa sorg. Vertu raunsæ í samböndum þínum og gerðu skýrar kröfur – fólk les nefnilega ekki hugsanir. Ekki lítillækka sjálfa þig með barnalegri hegðun eða fýlu heldur mættu ástvini þínum sem jafningum og þú munt forðast það að svekkjast.
Ljón (23. júlí – 22. ágúst)
Ljónið mun hafa tækifæri til að bæta samskipti sín við fjölskyldu sína ef hann sættir sig við lítil skref í rétta átt. Farðu varlega að og vertu móttækileg/ur fyrir skoðunum annara og þú gætir fengið aukna innri ró þessa helgi. Þú munt ekki alltaf fá samþykki ættingja þinna og mátt því ekki vera hrædd/ur við að treysta á eigin skynsemi!
Meyja (23. ágúst – 22. september)
Varkára meyjan þarf að græða tengsl milli þess sem hún vill og þess sem hún er tilbúin að leggja á sig til að eignast það. Þú ert að ofhugsa og flækja fyrir þér. Hindranirnar sem þú sérð framundan hafa stækkað í ímyndun þinni. Nú væri gott að hefjast handa og þora! Hvað er það versta sem gæti gerst?
Vog (23. spetember – 22. október)
Vogin hefur verið að harka af sér undanfarið en nú er nóg komið! Leiktu þér smávegis og komdu þannig í veg fyrir að streitan bitni á samböndum þínum. Þú hefur nægan tíma til að vinna að markmiði þínu og það er nauðsynlegt að þú hvílist. Hafðu allt þetta í huga og gakktu inn í næstu viku tilbúin/n til að takast á við viðfangsefnið!
Sporðdreki (23. október – 21. nóvember)
Hvatvísi sporðdrekinn hefur rekist á eitthvað heillandi en skal forðast fljótfærni. Ef nánar er skoðað gæti komið í ljós að ekki er allt eins og það virðist vera. Vertu varkár og gefðu þér góðan tíma til að kynnast nýjum manneskjum eða viðfangsefnum almennilega áður en mikilvægar ákvarðanir eru teknar.
Bogmaður (22. nóvember – 21. desember)
Bogamaðurinn upplifir að það sé verið að gagnrýna hugmyndir sínar og þarf að passa að leyfa þessum mótmælum ekki að verða að sjalfsefasemdum. Þú ert á réttri leið en það munu ekki endilega allir sjá það. Hafðu trú á þér og haltu áfram þínu striki. Haltu hugmyndum þínum sem eru ekki fullmótaðar út af fyrir þig þangað til að þú ert tilbúin/n að taka við skoðunum annarra.