KVENNABLAÐIÐ

Hvítlauks ást

Martha Stewart vinkona okkar er mikill aðdáandi hvítlauks og er það vel skiljanlegt. Hvítlaukur er ótrúlega góður og frábær til að bragðbæta mat. Við fundum þessi ráð hjá henni en uppskriftin er einföld, fljótleg og smakkast dásamlega.

Hvernig á að geyma hvítlauk

Hvítlauksgeirinn þarf að geta andað svo best er að geyma hvítlauk í opnu íláti (ekki nálægt öðrum matvælum) á köldum og dimmum stað eins og í búri, geymslu eða bílskúr.

Ekki geyma hvítlauk í ísskáp því kuldinn leiðir til þess að hvítlaukurinn spírar. Og ekki geyma hann í plastpoka því skortur á súrefni leiðir til raka og rotnunar.

Hægt er að geyma heilan hvítlauk í allt að 8 vikur en einstaka hvítlauksgeira í 3-10 daga.

Hér er ómótstæðileg uppskrift ef þig vantar að nýta hvítlaukinn:

1 Snittubrauð skorið í sneiðar
Ólífuolíu hellt yfir
3 hvítlauksrif pressuð og smurt á brauðin

Sett inn í ofn í 3-5 mín

Camembert ostur sneiddur í sneiðar og 1 stk sett á hverja brauðsneið
Bláber sett ofan á ostinn
Agave sýróp hellt yfir
Sett aftur inn í ofn í 2 mín

Mjög gott með góðu rauðvíni.

Njótið!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!