Hvernig sofið þið – þú og makinn? Hver er algengasta stellingin ykkar á nóttunni? Það eru ýmsar tilgátur sem snúa að þessu – að svefnstellingin geti semsagt sagt ýmislegt um sambandið ykkar í heild.
Ef þið sofið langt í burtu frá hvort öðru og bak-í-bak:
Þessi stelling er mjög praktísk og algeng. Þrátt fyrir að svo virðist sem þið séuð fjarlæg og ástin að dvína er sannleikurinn ekki sá. Þessi stelling segir að þið séuð örugg og líði þægilega með hvort öðru. Þið tvö/tvær/tveir eruð náin/nánar/nánir en þið njótið líka sjálfstæðis.
Skeiðastellingin:
Þetta er líka algeng stelling. Þið eruð náin og sá sem er „stóra skeiðin“ er verndandi yfir „litlu skeiðinni.“ Þetta þýðir líka að þið treystið hvort öðru, þið eruð örugg og þið treystið makanum.
Stellingin er bak-í-bak en þið snertist og það er ekkert bil:
Þetta er algeng stelling para sem eru nýbyrjið saman. Þið snertist oftast með neðri hluta líkamans og þessi stelling segir að þið séuð ánægð í hvors annars viðurvist og afslöppuð.
Þið eruð tvinnuð hvort við annað en þegar líður á nóttina færist þið í sundur:
Andlitin eru nálæg hvort öðru og fætur og handleggir snertast. Undir morgun eruð þið á sitthvorum staðnum. Þessi staða segir að þið eruð bæði sjálfstæð og það er líka nánd á milli ykkar.
Annar aðilinn tekur allt pássið í rúminu:
Þetta gæti verið merki um eitrað samband. Kannski ættirðu að íhuga breytingu…
Þegar þú notar brjóst makans sem kodda:
Þetta er einnig dæmi um fólk sem er nýbyrjað saman. Það gæti líka átt við pör sem hafa farið í sundur en fundist á ný.
Þið sofið andlit-í-andlit en þið snertist ekki:
Þetta er dæmi um samband þar sem báðir aðilar krefjast mikils tilfinningalega frá hvor öðrum. Kannski er sambandið að kalla á meiri nánd og betri samskiptum.