Uppskrift:
1/2 bolli hindber og 1/2 bolli jarðarber ( fersk eða frosin )
2 bollar hveiti
1 matskeið lyftiduft
1/8 tsk salt
1/2 bolli sykur
2 egg
1 bolli buttermilk (mjólk + sítróna sett saman í skál og látin hleypa)
6 matskeiðar matarolía
1 tsk vanilludropar
Aðferð:
Skerið jarðarberin niður.
Blandið saman í stórri skál hveiti, lyftidufti, salti og sykri.
Blandið berjunum gætilega saman við blönduna.
Í annarri skál þeytið eggin létt, síðan bætið þið buttermilk við, olíunni og vanilludropunum.
Búið til brunn í þurrefnablöndunni og hellið blöndunum saman. Hrærið létt en ekki of mikið. Kekkir eru í lagi.
Settu í muffinsform, 12 ættu að vera nóg.
Bakið við 180°C í 15-20 mínútur þar til gullinbrún. Notið grillpinna til að athuga, ætti að koma hreinn út.