Guacamole/avocadomauk eða lárperumauk eins og það myndi útleggjast á okkar ylhýra er afskaplega gott með ýmsum mexíkóskum réttum eða tortilla flögum. Upprunalega kallaðist guacamole einfaldlega „avodadósósa“ og var einungis úr avocado og salti. Nú tíðkast að setja fleira í maukið, s.s. tómata, kóríander og fleira.Allavega: Hér er besta uppskriftin sem við höfum rekist á hingað til!
Auglýsing
Uppskrift: 3 avocado, helminguð, kjarnhreinsuð og hýdd1 límóna (lime) safinn1/2 tsk sjávarsalt1/2 tsk cayenne pipar1/2 laukur (margir kjósa rauðlauk í staðinn) skorinn í litla bita1/2 jalapeno, skorinn í litla bita (má sleppa)2 stórir tómatar eða 4 kirsuberjatómatar, kjötið tekið úr og skornir í bita1 msk hakkað kóríander1 hvítlauksgeiri, hakkaður
Auglýsing
Aðferð: Settu avocado og límónusafann í stóra skál. Blandaðu vel. Síaðu ávöxtinn frá safanum og geymdu límónusafann. Stappaðu avocadoið ásamt saltinu og cayenne piparnum. Svo blandarðu lauknum saman við, tómötunum, kóríander og hvítlauk. Þá getur þú bætt límónusafanum aftur við. Best er að geyma maukið í stofuhita í klukkustund áður en það er borið fram.