KVENNABLAÐIÐ

7 æfingar sem munu umbreyta líkama þínum

Ertu að hamast við að ná af þér ástarhöldunum, bakfitu eða spékoppunum á rassinum? Það eru nokkrar góðar æfingar sem munu tryggja árangur og þú getur framkvæmt þær hvar sem er svo lengi sem þú gerir þessar 7 æfingar daglega. Svo verður þú auðvitað að borða skynsamlega og fá góðan svefn svo árangur náist. Þessar æfingar munu breyta líkama þínum á skömmum tíma.

Jumping-rope


1. Sippa

Hvenær sippaðir þú síðast? Sem krakki eða? Keyptu þér ódýrt sippuband og sippaðu. Hægt að gera nánast hvar sem er. Þú brennir helling af hitaeiningum og er mjög skemmtilegt.

Squats


2. Hnébeygja

Frábær æfing sem þjálfar fleiri en einn vöðva í einu. Æfingin mótar á þér rassinn, styrkir lærin og kviðinn ásamt því að brenna hitaeiningar. Ef þú gerir þær vel og á þokkalegum hraða þá eykst hjartslátturinn og þú byrjar að brenna.

Pushups


3. Armbeygjur

Því miður eru margir sem forðast að gera armbeygjur en þessi æfing er sú allra besta. Hún mótar handleggina, axlirnar, bakið, rassinn og kviðinn. Það er engin æfing sem gerir eins mikið fyrir þig og þessi.

Lunges


4. Framstig

Frábær æfing til að móta fótleggina. Ef þú vilt enn meira út úr æfingunni þá getur þú prófað að hoppa. Best að gera um 30 framstig á dag og þú sérð frábæran árangur.

Swimming


5. Sund

Þessa æfingu getur þú reyndar sennilega ekki framkvæmt heima hjá þér en við mælum með sundi. Sundið hjálpar þér að styrkja miðjuna og hefur áhrif á fjölda vöðva í líkamanum. Það er einnig mjög gott fyrir heilsuna, lækkar blóðþrýsting, styrkir hjartavöðvann og eykur þol.

Exercises-That-Will-Transform-Your-Body

6. Planki

Frábær æfing sem reynir á svo marga vöðva í líkamanum. Í febrúar hefst 28 daga plankaáskorun og hvetjum við alla til að taka þátt. Það eitt getur breytt líkamsformi þínu heilmikið. Hægt er að gera venjulegan planka og svo hliðarplanka sem er frábær fyrir ástarhöldurnar.

Doing some crunches at the gym

7. Magaæfingar
Það að gera daglega 50-100 magaæfingar getur breytt miklu og það skiptir svo miklu máli upp á allt að vera með sterka miðju. Ég tala nú ekki um hvað þær eru áhrifamiklar í að móta þig.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!