Þetta þarftu að eiga til til að búa til heimagert Dukkah en það er egypsk kryddblanda sem er bókstaflega æðisleg með ÖLLU, á brauð, í salöt, yfir fiskinn og á ofnsteikt grænmeti!
DUKKAH
50g heslihnetur hýðislausar.
1 tsk kóríanderfræ
2 tsk sesamfræ
1 tsk cumin malað (Ekki kúmen)
Sjávarsalt eftir smekk
Pipar gróft malaður eftir smekk
Það er snilld að nota Dukkah á ofnsteikt grænmeti sem er gott og heilsusamlegt snakk – margfalt betra en að detta ofan í óheilnæma snakkpokann…
–––––––––––––––––
Gulrætur skornar endilangt, líka hægt að nota sætar kartöflur, rófur eða grasker.
1 msk ólífuolía
Svona ferðu að:
Hitið ofninn í 200. Ristið heslihneturnar á pönnu þar til þær fá á sig gullin blæ. Bætið kóríander- og sesamfræunum og ristið í 1-2 mínútur til viðbótar. Takið af hitanum og látið kólna stutta stund, setjið svo í mortél og bætið cumininu við og merjið allt saman.
Skerið grænmetið sem á að nota endilangt í ræmur og setjið í skál. Hellið ólífuolíunni yfir sem og hnetu- og kryddblöndunni og blandið öllu vel saman. Bakið í 30-40 mínútur og snúið grænmetinu einu sinni meðan á eldun stendur.