KVENNABLAÐIÐ

Hollt og óendanlega gott heilsusnakk með heimagerðu Dukkah

Þetta þarftu að eiga til til að búa til heimagert Dukkah en það er egypsk kryddblanda sem er bókstaflega æðisleg með ÖLLU, á brauð, í salöt, yfir fiskinn og á ofnsteikt grænmeti!

DUKKAH

50g heslihnetur hýðislausar.
1 tsk kóríanderfræ
2 tsk sesamfræ
1 tsk cumin malað (Ekki kúmen)
Sjávarsalt eftir smekk
Pipar gróft malaður eftir smekk

Það er snilld að nota Dukkah á ofnsteikt grænmeti sem er gott og heilsusamlegt snakk – margfalt betra en að detta ofan í óheilnæma snakkpokann…

–––––––––––––––––
Gulrætur skornar endilangt, líka hægt að nota sætar kartöflur, rófur eða grasker.
1 msk ólífuolía

 

Auglýsing

Svona ferðu að:

Hitið ofninn í 200. Ristið heslihneturnar á pönnu þar til þær fá á sig gullin blæ. Bætið kóríander- og sesamfræunum og ristið í 1-2 mínútur til viðbótar. Takið af hitanum og látið kólna stutta stund, setjið svo í mortél og bætið cumininu við og merjið allt saman.

Skerið grænmetið sem á að nota endilangt í ræmur og setjið í skál. Hellið ólífuolíunni yfir sem og hnetu- og kryddblöndunni og blandið öllu vel saman. Bakið í 30-40 mínútur og snúið grænmetinu einu sinni meðan á eldun stendur.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!