Jun Yoshizuki er afar hæfileikaríkur sushikokkur sem sýnir kúnstir sínar á YouTube, meðal annars. Með honum er alltaf appelsínuguli kötturinn hans, Kohaku. Hann sýnir okkur hvernig hann kaupir hníf á einn dollara og brýnir hann þannig að hann verður jafn góður eða jafnvel betri en hnífar sem eru dýrari. Hægt er að panta brýningarsteininn á Amazon.
