KVENNABLAÐIÐ

5 FÁRÁNLEGAR afsakanir til að gefa í sambandslitum

giphy

1. „Það er ekki þú, það er ég.“

Þessi lína er náttúrlega klassík. Niðurlægjandi? Ö, jább. Órökrétt? Jahá. Og ekki má gleyma því hversu mikil fyrsta flokks klisja þetta er. Ef þú færð þessa línu þá er viðkomandi líklega búinn að horfa á alla þættina af Dawson’s Creek.

 

giphy2

2. „Ég er bara ekki tilbúin(n) í langtímasamband.“

Já ókei. ,,Ég vil samband, en bara ekki langtímasamband.” Skammtímasamband? Þegiðu.

 

giphy3

3. „Það er bara svo brjálað að gera hjá mér núna.“

Kannski kom eitthvað upp á, eða að viðkomandi er að flytja, eða nýbúinn að missa vinnuna. En myndi maður þá ekki leita sér stuðnings hjá einhverjum sem er manni náinn?

 

giphy4

4. „Ég þarf að einbeita mér að tónlistinni minni.“

Ef kærastinn/kærastan getur ekki séð sér fært um málamiðlanir í þessum málum þá er ólíklegt að aðrir hlutir muni víkja.

 

giphy5

5. „Ég vil ekki særa þig, eins og ég hef sært aðra.“

Ha? Ekki gera það þá, og í guðanna bænum haltu þessum óljósu línum útaf fyrir þig. Ef þú heyrir þessa línu er besta ráðið líklega að segja bara bless og hugsa ekki meira um viðkomandi.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!