KVENNABLAÐIÐ

Hollar avókadó-brownies sem bráðna í munni: Uppskrift

Nei, nei….við erum ekkert að grínast. Mjúkar, karamellukenndar brownies, bara hollari! Avókadó er fullt af trefjum, B-vítamínum, fólínsýru og kalíumi. Ávöxturinn er einnig uppspretta hollrar fitu sem lætur þig finna seddutilfinningu lengur OG hjálpar líkamanum að vinna úr þessum fituleysanlegu vítamínum: A,E,D og K. Hér er dásamleg uppskrift að brownies sem þú getur notið án samviskubits.

Hér er uppskriftin:

1 dl. dökkt súkkulaði (helst 70%) hakkað

1 matskeið kókos- eða góð ólífuolía

1/2 bolli kakóduft (40 gr)

1/2 bolli möndlumjöl (60 gr)

1 tsk lyftiduft

1/4 tsk sjávarsalt

2 meðalstór avócadó – helminguð, steinninn úr og kjötið maukað

1/2 bolli döðlur

1/4 bolli sykur/kókossykur/hrásykur

1 teskeið vanilludropar

2 stór egg

Glassúr

1 avócado, helmingað, steininn úr og maukað

1/2 bolli kakóduft

1/2 bolli + 1 matskeið sýróp/hlynsýróp/sætuefni að eigin vild

2 teskeiðar vanilludropar

Sjávarsalt (smakkið til)

Auglýsing

Brownies:

Forhitaðu ofninn í 180°C. Smyrðu bökunarplötu með álpappír og svo spreyjaðu með olíu, kókos/ólífuolíu eða smjöri.

Útbúðu súkkulaðið yfir vatnsbaði með olíunni. Í annarri skál blandaðu saman möndlumjöli, kakói, lyftidufti og salti. Settu avocado, döðlur og vanillu í matvinnsluvél og maukaðu. Bættu eggjunum við. Kældu súkkulaðið og þegar það hefur kólnað blandaðu öllu saman. Skrapaðu hliðarnar á skál matvinnsluvélarinnar og blandaðu aftur. Bættu við þurrefnunum þar til allt hefur blandast saman. Settu í álpappírinn á bökunarplötuna og bakið í 30-35 mín (passið að ofbaka ekki). Kælið. Þegar kakan hefur kólnað er best að geyma hana í klst í ísskáp eða yfir nótt.

Rétt áður en bera skal kökuna fram: 

Blandið öllum innihaldsefnum saman í matvinnsluvél (ætti að verða um 1 og 1/4 bolli. Settu yfir brownies, skerið og NJÓTIÐ! (Hægt er að geyma kökurnar í loftþéttu íláti í allt að 5 daga í ísskáp)

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!