Við fullyrðum að þessi grein á eftir að auðvelda þér lífið til muna…OG spara pening. Við ætlum að sýna ykkur hverngi má láta ávexti og grænmeti endast lengur…hvernig best er að þrífa pönnur og margt fleira.
Það eina sem þú þarft að gera er að lesa áfram!
Komdu í veg fyrir bakteríugróður í mjólkurvörunum
Þetta ráð á bæði við Kotasælu og sýrðan rjóma. Flest vitum við að báðar afurðirnar endast ekki lengi þannig við ætlum að kenna þér ráð til að láta þær endast lengur.
Þetta er afar einfalt: Geymdu báðar mjólkurafurðirnar Á HVOLFI! Já – það þýðir að lofttæmi myndast sem hindrar bakteríur að grassera = ónýtar vörur eftir örfáa daga.
Grænmeti
Til að lengja líftíma grænmetis er til einfalt trikk: Settu eldhúspappír (nokkur blöð) í botn grænmetisskúffunnar. Þannig dregur pappírinn í sig allan auka raka og hægir á rotnun grænmetisins.
Hvernig hægt er að vita hvort egg séu í lagi
Ef þú ert ekki viss um hversu gömul egg þú átt skaltu setja þau í skál fullri af vatni. Fersku eggin sökkva á meðan fúleggin fljóta.
Hvernig koma á í veg fyrir að púðursykurinn harðni
Í fyrsta lagi (og þetta vita fáir) ættirðu að geyma púðursykurinn í ísskápnum. Ef hann er nú þegar harður getur þú mýkt hann upp með því að setja hann í poka með fersku brauði og eplasneið. Voilá – mjúkur á örskotsstundu!
Ef saltið verður hart
Ef þú geymir saltið í þannig umbúðum getur það harðnað. Við því er einfalt ráð: Settu nokkur hrísgrjón með saltinu í umbúðirnar og grjónin taka allan raka úr saltinu.
Hvernig koma á í veg fyrir að ostur harðni
Ef osturinn sem þú keyptir verður of fljótt harður á endunum skaltu skera nokkrar línur í ostinn og nudda olíu eða smjöri í rifurnar. Nuddaðu vel yfir allan ostinn og þetta mun koma í veg fyrir ömurlega harða enda!
Hvernig halda á smjöri fersku
Ef það er útsala á smjöri og þú vilt endilega kaupa birgðir – kauptu eins og þú vilt! Þú getur geymt það í frystinum í allt að sex mánuði. Athugaðu að setja það í poka svo aðrar vörur í frystinum gefi því ekki annað bragð.
Ef kampavínið er „flatt”
Ef þú vilt fá „bublurnar” aftur í kampavínið er hér frábært ráð: Settu tvær rúsínur í glasið og allt fer í gang!
Kristallað hunang
Vissir þú að hunang er eina matartegundin í heimi sem endist að eilífu? Ef þú lendir hinsvegar í því að kristallar myndast í því er ráð að setja heitt vatn í skál – þannig bráðna þeir og þú ert með fínt og gott hunang aftur.
Ef þú hefur sett of mikið salt í súpuna
Þetta þarftu þá að gera – settu hráar kartöflur eða epli í súpuna og þau munu draga í sig saltið. Geymdu það í í 10 mínútur og smakkaðu svo. Ef þetta virkaði ekki má setja smá edik eða sykur og síðasta úrræðið væri að setja meira vatn.
Hvernig á að eiga við kjöt sem er of sinaríkt
Þetta skaltu gera ef kjötið inniheldur of mikið af sinum: Marineraðu kjötið í einu af eftirtöldu: Bjór, ediki, tómatsafa, sítrónu eða ananas. Í þessum vörum eru ensími sem brjóta niður harða köggla.
Ef það er of mikil fita í súpunni
Ekki fara á taugum þó súpan sé með fitubrák! Ef þú hefur tíma getur þú sett hana í frysti í hálftíma og þannig verðuru snögg/ur að fjarlægja hana þar sem hún er vel sjáanleg. Ef þú hefur ekki tíma geturðu sett ísmola í súpuna og fjarlægt fitubrákina þegar hún myndast í kringum molana.
Ef þú brennir mjólkina
Ef mjólkin er of lengi á hellunni og fær brunabragð (gott ef maður býr til grjónagraut) þá skaltu setja smá saltklípu í mjólkina og bragðið hverfur.
Að flýta þroska ávaxta
Ef þú vilt að ávextirnir þroskist yfir nótt skaltu setja þá í bréfpoka og setja epli með. Eplið framleiðir etýlen of eykur það þroska ávaxtanna í kringum það.
Brennd sósa!
Ef þú hefur óvart brennt sósuna ættirðu að setja eina teskeið af hnetusmjöri í hana. Það fjarlægir brunabragðið!
Hvernig á að losna við óþægilega lykt af plastílátum
Plastið getur sogað í sig vonda lykt af einhverju sem geymt var í því áður…jafnvel þó þú þvoir það. Ráðið: Settu dagblöð í ílátið. Vertu svo viss um að þvo það vel áður en þú notar það.
Brennd panna
Besta leiðin til að þrífa brennda pönnu er að dreifa matarsóda og 4-5 teskeiðum af salti á hana. Settu fullt af vatni í pönnuna og geymdu yfir nótt. Næsta dag geturðu þrifið pönnuna!
Að pússa kopar
Notaðu tómatsósu! Já, í alvöru. Settu tómatsósu á hlutinn sem þú ætlar að pússa og þrífðu af með hreinum klút. Þetta ráð er óbrigðult!
Ef einhver af þessum ráðum nýtast þér skaltu endilega deila eða vista á góðum stað. Aldrei að vita hvenær þetta kemur að gagni!