Nú getur þú heldur betur slegið um þig í jólaboðum fjölskyldunnar því við höfum tekið saman tíu staðreyndir sem munu fá ættingja þína til að gapa af undrun, á milli þess sem þeir maula laufabrauðið. Þessar staðreyndir, sem fjalla meðal annars um typpastærðir og kröftugar raðfullnægingar, hafa verið rannsakaðar af mikilli nákvæmni af vísindamönnum um allan heim. Og hér eru þær:
10 Staðreyndir um kynlíf sem þú hefur pottþétt ekki heyrt!
1. Meðaltyppastærðin er 12,8 – 14,5cm í fullri reisn
Best að byrja á hinni margræddu typpastærð. Meðalstærðin er 12,8 – 14,5 cm og þetta er staðfest af l’Academie nationale de chirurgie í París. Þetta er kannski ekki eitthvað sem þú sérð í klámmyndum, en typpi flestra karlmanna er á þessu bili. Myndin er af eggaldini.
2. Fullnægingar kvenna endast næstum fjórum sinnum lengur en fullnægingar karla
Þarna eruð þið heppnar, stelpur. Fullnægingar karlmanna eru ekki nema 6 sekúndur að meðaltali á meðan fullnægingar kvenna eru iðulega 20 sekúndna langar! Þetta kemur fram í bókinni Scared Sh*tless: 1,003 Facts That Will Scare the Sh*t Out of You.
3. Skvísan stækkar þegar hún er í stuði
Að meðaltali eru leggöng 7,5 – 10cm, en þau geta svo lengst um 200% þegar þau eru örvuð!
4. Tveir þriðju kvenna hafa gert sér upp fullnægingu
Jább! Tvær af hverjum þremur konum hafa viðurkennt að hafa feikað fullnægingu samkvæmt bókinni V is for Vagina. Þetta er að okkar mati algjör óþarfi.
5. Bólusetning gegn HPV veirunni gerir konur EKKI lauslátari!
HPV er veirusýking sem getur meðal annars valdið kynfæravörtum og leitt til þróunar leghálskrabbameins. Í nokkur ár hafa einhverjir haldið því fram að tengsl séu á milli kynlöngun og lyfsins Gardasil, sem notað er til bólusetningar við HPV veirunni. Þetta er ekkert nema þvæla eins og kemur fram í niðurstöðum nýlegrar rannsóknar. Kynorka og kynlöngun er óbreytt eftir slíka bólusetningu .
6. Smokkurinn er 97% örugg getnaðarvörn
Ef smokkur er notaður á réttan hátt þá eru samt 3% líkur á að hann verji ekki gegn getnaði. Þetta gerir smokkinn óöruggari en pilluna og aðrar hormónavarnir. Aftur á móti ver smokkurinn líka gegn kynsjúkdómum, sem lyfin gera ekki.
7. Hormónalyf hafa áhrif á kynferðislega örvun
Konur eiga það á hættu að upplifa minni kynferðislega örvun noti þær hormónalyf sem getnaðarvörn. Nýleg rannsókn frá Indiana University sýndi fram á að konur sem nota slíkar getnaðarvarnir upplifðu færri fullnægingar, meiri þurrk í leggöngum, minni kynlöngun og minni örvun. Ef þetta er raunin hjá þér er mælt með að prófa sleipiefni eða aðra tegund getnaðarvarna.
8. Konur segjast að meðaltali eiga fjóra bólfélaga á einni ævi, karlar segjast eiga sjö
Þetta er loðið, við játum það alveg. Þetta kemur fram í könnun The Centers for Disease Control í Bandaríkjunum. En… Í fyrsta lagi þarf að svara spurningunni ,,hvað er kynlíf?“ og það er eitthvað sem hver verður að svara fyrir sig. Og þó að fólk eigi færri eða fleiri bólfélaga þá erum við flest sammála um að það skipti ekki nokkru máli.
9. Sumartíminn er tími kvenna
Nú er kominn tími á mikil vísindi. Samkvæmt bókinni Why Do Women Crave More Sex in the Summer? eru konur meira til í tuskið á sumrin en veturna, og rekja höfundarnir það til lyktarskynsins. Konur eru yfirleitt með betra lyktarskyn en karlmenn og á sumrin berst lykt betur með meiri raka í lofti. Kenningin er að konur eigi auðveldara með að finna lykt sem karlmenn gefa frá sér í gegnum svitakirtlana þegar þeir laðast kynferðislega að þeim (konunum, ekki sínum eigin svitakirtlum – það væri fáránlegt).
10. Meðaltími samfara er þrjár til sjö mínútur
Hér er ekki verið að meina kynlíf, heldur sjálfar samfarirnar; innsetningin – typpi inn í píku (eða hvaðeina). Margir vilja meina að 13 mínútur séu hin fullkomna lengd, en svo virðist sem ekki nærri því allir haldi út svo lengi.