KVENNABLAÐIÐ

Hvað gerist ef þú borðar þrjú egg á dag?

Magnað lítið, fullt hús matar. Ef þig vantar heilsu„boost” er eggjaát frábær leið. Að borða allt eggið er afar nauðsynlegt til að fá öll næringarefnin – rauðan inniheldur 90% af kalki og járni eggsins í heild – hvítan inniheldur næstum helming alls próteinsins.

Egg bæta afköstin

Egg gefa góða seddutilfinningu, sem þýðir að þú verður sadd/södd lengur. Eitt stórt egg inniheldur um sex grömm af gæðapróteini og flest nauðsynleg vítamín (fyrir utan C-vítamín). Þess vegna er einmitt kjörið að fá sér ávaxtasafa með morgunmatnum (eggjunum auðvitað) – þannig færðu flest næringarefni sem þú þarft til að „virka” yfir daginn!

Egg hjálpa til við að koma í veg fyrir járnskort

Fólk sem fær járnskort er oft þreytt, pirrað og fær höfuðverki. Járn ber súrefnið í blóðinu og spilar stóran part í heilbrigði ónæmiskerfisins, meltingunni og fleiru. Járnið í eggjarauðunni er af mjög auðmeltanlegu tagi og upptaka þess er alveg prýðileg.

egg1

Auglýsing

Egg eru frábær viðbót við daglegt mataræði

Rannsókn sem fór fram meðal þeirra sem neyttu eggja og þeirra sem ekki gerðu það leiddi í ljós að þeir sem ekki neyttu þeirra áttu oft í erfiðleikum með að uppfylla þörf líkamans fyrir A, E og B12 vítamín. Egg gefa oft 10-20% fólínsýru sem líkaminn þarfnast og 20-30% af A, E og B12 vítamínum.

Egg geta stuðlað að þyngdartapi

Egg ásamt ristuðu brauði gefa 50% meiri seddutilfinningu en ef þú færð þér bara morgunkorn. Margar rannsóknir sýna að borða egg í morgunmat getur hjálpað til við þyngdartap.

Þú verður klárari að borða egg!

Kólín er næringarefni sem hjálpar heilum fóstra og nýbura að þroskast. Einnig er það efni sem hjálpar fólki í ellinni að muna. Egg eru (eins og þú varst kannski búin/n að giska á) góð uppspretta kólíns. Eitt egg á dag uppfyllir þörf vanfærrar konu um 28%.

Hægt er að fjalla endalaust um ágæti eggja – þau styrkja beinin, auka einbeitningu, gefa betri neglur og hár, eru ein besta uppspretta próteins….og fleira. Bættu eggjum í mataræði þitt og sjáðu hvernig þér líður eftir nokkra daga!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!