Deplastíll George Seurat og Paul Signac leit dagsins ljós árið 1886. Þá hefur sennilega ekki grunað að stíllinn ætti erindi í húðflúrbransann. Húðflúrmeistarinn frá Hvíta-Rússlandi, Ilia Brezinski, notar aðferðir þeirra félaga og tekst afar vel til.
Ilya er staðsettur í St. Pétursborg í Rússlandi og sérhæfir hann sig í þessum deplastíl (e. pointillism). Aðferðin sem hann notar nær fram þvívíddaráhrifum sem ekki er annars hægt að ná með hefðbundnum aðferðum. Ilya Brezinski hefur yfir 100 þúsund fylgjendur á Instagram, enda um algeran snilling að ræða!
Auglýsing
Auglýsing