Þú þarft ekki að eyða fúlgum fjár til að fá ofninn þinn til að glansa! Við rákumst á þetta ótrúlega einfalda og frábæra ráð á netinu sem við ákváðum að deila með ykkur.
Eruð þið tilbúin?
Allt sem þið þurfið er:
- Vatn
- Spreybrúsi
- Matarsódi
- Tuska
- Borðedik
- Lítil skál
Trúirðu þessu?
Hér er aðferðin:
Fyrst þarftu að fjarlægja allar bökunarplöturnar úr ofninum. Best væri að láta bökunarplöturnar og grindina liggja í ammoníaki yfir nótt í plastpoka, en ef ekki má blanda saman ediki, matarsóda og sítrónu til að þrífa þær.
Blandaðu u.þ.b. tveimur matskeiðum af matarsóda með vatni. Þú ættir að búa til einskonar krem sem verður einfalt að dreifa yfir allan ofninn.
Dreifðu úr “kreminu” yfir allan ofninn (athugaðu að matarsódinn verður brúnn). Láttu sitja yfir nótt, helst í 12 tíma.
Daginn eftir tekurðu blauta tusku (ekki einhverja uppáhalds) og þrífur eins mikið af gumsinu og þú getur í burtu. Settu borðedik í spreybrúsa og spreyjaðu yfir fleti þar sem þú sérð ennþá leifar af matarsódanum.
Svo tekurðu tuskuna og þurrkar restina af.
Settu bökunarplötunar aftur inn í ofninn og settu ofninn á mjög lágan hita í hálftíma. Þannig þorna þær.
Til að þrífa gluggana á ofninum: Búðu til samskonar krem fyrir gluggann. Láttu standa í 30 mínútur og þurrkaðu af með blautum klút.
Voilá: Tandurhreinn ofn!