Verður þú pirruð/pirraður þegar þú lest svona statusa á Facebook:
Fór í ræktina í morgun, kom heim og bakaði hollar smákökur, fór með krakkana til tannlæknis, vann smá, fór í búð og er núna búin að elda uppáhaldið hans Halla?!
AuglýsingTók á því í ræktinni, bónaði porschinn og trítaði kærustuna með rómantískum kvöldverð – gangnam style!
Eða þegar þú sérð enn eina selfie af einhleypu vinkonu þinni?
Gæti það tengst því í hvaða stjörnumerki þú ert?
Hvernig þú hagar þér á samfélagsmiðlunum hefur nefnilega margt með það að gera í hvaða stjörnumerki þú ert. Því trúum við alla vega!
Hrúturinn (20. mars – 19. apríl)
Hrúturinn er hégómagjarn og það skiptir hann miklu máli hvernig hann lítur út á myndum á samskiptamiðlunum. Þetta er sá/sú sem fótósjoppar myndirnar af sér áður en þær eru póstaðar. Ef vinkona/vinur ætlar að pósta mynd af Hrút þá er eins gott að fá leyfi hjá honum fyrst. Hrúturinn fer vel yfir allt sem hann er taggaður í, á Facebook og tekur út miskunnarlaust ef honum líkar ekki.
Nautið (20. apríl – 20. maí)
Fólk í Nautsmerkinu á það til að setja inn myndir af flottu hlutunum sínum; fötum og þá sérstaklega merkjavöru, nýja flotta Iitalla vasanum, nýja „iPhone-inum“, nýja flotta bílnum og þess háttar því Nautið er fagurkeri og efnishyggjumaður. Nautið er týpíska „ríka“ stelpan/strákurinn á Instagram. Nautið er líka duglegt við að pósta vinsælum myndum, myndböndum, þú veist, þessum sem þú sérð út um allt!
Tvíburinn (21. maí – 20. júní)
Það skiptir engu máli hvort fólk sem fætt er í Tvíburamerkinu er ánægt eða líður illa. Þú heldur alltaf að það sé langskemmtilegast hjá því. Það er alltaf gaman og það er alltaf að gera eitthvað skemmtilegt. Og vá, Tvíburinn er duglegur við að setja inn myndir af stuðinu. Það getur stundum gengið svo langt að það er eins og Tvíburinn lifi „gervi“ lífi fyrir myndavélina sem það deilir svo á samfélagsmiðlunum. En trúðu mér. Lífið er ekki eins skemmtilegt og það lítur út fyrir að vera hjá Tvíburanum.
Krabbinn (21. júní – 22. júlí)
Annan daginn eru póstar Krabbans fullir af gleði og hamingju og þann næsta er hann neikvæður, svartsýnn og hefur allt á hornum sér. Krabbinn er svo óútreiknanlegur og tilfinningasamur að hann sveiflast upp og niður. Krabbinn heldur fast í fortíðina og minningarnar og það er enginn sem póstar eins mörgum TBT (Throw back Thursday) eins og hann.
Ljónið (23. júlí – 23. ágúst)
Ljónið setur inn og birtir fjölda mynda af sér með vinum sínum því það er svo mikil félagsvera. Skemmtilegustu afmæliskveðjurnar fær maður frá Ljóni því það á svo mikið af myndum og er duglegt við að birta kveðjur með myndum og myndböndum. En Ljónið er ansi upptekið af sjálfu sér og ekki láta þér bregða að sjá mikið af „selfíes“ á síðunni þeirra þar sem það lítur eins vel út og best verður á kosið.
Meyjan (24. ágúst – 22. september)
Fólk fætt í Meyjarmerkinu er þekkt fyrir fullkomnunaráráttu sína og því skal engan undra að það hálf hræðist samfélagsmiðlana. Meyjan eyðir stórkostlega miklum tíma í hvern status, hverja athugasemd og við að velja réttu broskallana. Og þú sérð Meyjuna ekki pósta mikið af myndum af sér því þær þurfa að vera algjörlega skotheldar.
Vogin (23. september – 22. október)
Ef þú þekkir einhvern sem er stöðugt að birta myndir af makanum sínum, börnunum sínum, gæludýrunum sínum þá er þetta örugglega Vog. Fólk fætt í Vog þarf sífelldan stuðning frá kærasta/kærustu sem útskýrir allar þessar væmnu paramyndir. Ef Vogin á ekki maka þá er síðan hennar full af tilvitnunum og greinum um sambönd og hamingjuna.
Sporðdrekinn (23. október – 21. nóvember)
Sporðdrekinn er út um allt á samfélagsmiðlunum. Sporðdrekinn er mikið tilfinningavera og einnig mjög kappsfullur. Hann póstar því mikið af heilræðum og tilvitnunum um lífið og tilveruna og tekur þátt í öllum samkeppnum á Facebook af miklu kappi. Það er þessi týpa sem fyrirtæki elska, því aðrar eins deilingar hafa menn ekki séð á Facebook. Og skal engan undra hvað Sporðdrekinn vinnur oft og skiptir þá engu máli hvort leikurinn falli að áhugasviði hans eða ekki. Hann skal vinna!
Bogmaðurinn (22. nóvember – 21. desember)
Bogmaðurinn elskar fyndna pósta. Myndbönd, statusar, myndir og greinar með húmor eiga upp á pallborðið hjá Bogmanninum. Hvort sem það er algjör aulahúmor eða hárbeitt kaldhæðni þá elskar Bogmaðurinn það. Tímalínan hans er því ansi skemmtileg og það má alveg poppa, eyða kvöldstund eða svo og lesa í gegnum tímalínu hans sér til skemmtunar. Bogmaðurinn á einnig skemmtilegustu athugasemdirnar og ekki annað hægt en að smella á það „læki.“
Steingeitin (22. desember – 19. janúar)
Steingeitin er rosalega upptekin af því hvernig hún kemur fyrir og hvað öðrum finnst um hana. Steingeitinni er mjög umhugað um hversu mörg „læk“ hún fær á póstana sína og myndir. Það er ávallt undirliggjandi hjá Steingeitinni hvað hún telur að hún get fengið mörg „læk“ ef hún póstar einhverju og því er þetta týpan sem kemur með póstana um hvað hún sé búin að afreka mikið yfir daginn þannig að manni verður alveg nóg um og maður spyr sig hversu margar klukkustundir eru í hennar sólarhring.
Vatnsberinn (20. Januar – 18. febrúar)
Fólk fætt í Vatnsbera póstar öllu sem því dettur í hug hvenær sem er. Þeim er algjörlega sama hvað öðrum finnst um það og pósta oft athugasemdum, fréttum og myndböndum sem eru umdeild og miklar umræður skapast um. Það finnst Vatnsberanum skemmtilegt. Vatnsberinn er í fjölda hópa á Facebook og er virkur þátttakandi í umræðum. Hann opnar á eldfim umræðuefni og hefur sterkar skoðanir á mönnum og málefnum.
Fiskurinn (19. febrúar – 20. mars)
Fiskurinn þrífst á félagslegum samskiptum. Á fundum og mannfögnuðum líður Fisknum vel. Fiskurinn er mjög duglegur við að setja inn myndir af sér í hópi fólks. Fiskurinn er einnig mjög listrænn að eðlisfari og mjög duglegur við að setja inn myndir og pósta sem þeir vonast til að hafi hvetjandi áhrif á aðra. Fiskurinn eyðir miklum tíma við að setja inn rétta „fíltera“ og liti. Tímalína Fisksins er mjög flott og alveg útpæld.
Byggt á grein / www.elitedaily.com