Jæja… stund sannleikans – þetta er dásamlega gott fyrir alla sem elska BOUNTY og alla sem elska kókos, marsipan og súkkulaði…
2 eggjahvítur
2 mtsk sykur
100 g rifið marsipan
ca. 200 g kókosmjól (geyma smá til að skreyta með).
150 g ljóst mjólkursúkkulaði
Svona förum við að:
- Setjið eggjahvíturnar í lítinn skaftpott með sykrinum og hitið á vægum hita stöðugt þar til sykurinn er alveg bráðnaður.
- Takið pottinn af hellunni og hrærið rifið marsipanið saman við.
- Bætið kókosmjöli smátt og smátt við og hrærið vel saman.
- Nú áttu að vera komin með þykkt kókosdeig sem tollir þegar þú þrýstir því saman með fingrunum.
- Búðu nú til 20 aflangar rúllur úr deiginu, leggðu á plötu og inn í kæli í ca. 15 mínútur.
- Bræddu súkkulaðið í lítilli skál í vatnsbaði í potti. Dýfðu konfektinu/rúllunni einni af annarri í bráðið súkkulaðið og veltu henni svo upp úr kókosmjöli.
- Látið konfektið kólna við opinn glugga stutta stund og þá má gæða sér á fyrsta BOUNTY unaðssælgætinu!