KVENNABLAÐIÐ

Ástarstjörnuspá vikuna 24. – 31. október

Hvort er betra að elska eða vera elskuð? Staða plánetanna er þannig núna að þú og þinn eruð ekki alveg að ganga í takt í ástarlífinu. Þú annað hvort veist að hann er meira hrifinn af þér en þú af honum en þú getur ekki sleppt honum eða þú elskar hann of mikið og hugsar ekki um annað en hann. Þessa dagana væri hreinlega betra að vera “single.”

hruturHrúturinn

Eins og vanalega þá ertu í týpunum sem erfitt er að heilla. Því meira “cool” sem hann er því eftirsóknaverðara. En trúðu mér vinkona þennan færðu aldrei til að elska þig eins og þú átt skilið. Þú getur notið þess að “leika” við hann en það verður aldrei meira en það. Move on!

naut

Nautið
Þú hefur átt betri vikur. Það virðist ekkert ganga upp í sambandinu og þú veltir framhaldinu fyrir þér. En ekki gefast og auðveldlega upp. Betri tíð mun renna upp. Einhleyp naut munu hlaupa af sér hornin og skemmta sér sem aldrei fyrr. En biðin eftir þeim eina rétta er aðeins lengri.

tvíburi

Tvíburinn
Hveitabrauðsdagarnir eru búnir og það dofnar yfir kynlífinu. Þú sem hélst að þú yrðir á ljósbleika skýinu fram á næsta ár. Jú það koma betri tímar en þessi vika verður ekkert sérlega skemmtileg. Einhleypi tvíburinn heldur að sá eini rétti sé fundinn en hann er því miður ekki hrifinn.

krabbi

Krabbinn
Sum pör læra að elska hvort annað með tímanum svo ekki vera of fljót að hlaupa í burtu ef þú heldur að þetta sé ekki til neins og grasið sé grænna hinum megin. Það er enginn “fullkominn.” Krabbar sem eru að leita sér að maka gætu orðið heppnir þessa vikuna svo vertu sýnileg!

Ljón

Ljónið
Þetta er ekki rétti tíminn til að leita að ástinni. Það er allt skítkalt í kringum þig vegna stöðu himintunglanna. En ef þú ert í sambandi þá skiljum við að þú skulir efast um hvort þetta muni endast en ekki vera of snögg að hlaupa í burtu. Það eru alltaf “ups” and downs” í öllum samböndum.

meyja

Meyjan
Hittir þú einhvern spennandi síðasta vor og hefur verið að hugsa um öðru hvoru síðan? Þú ættir að tékka betur á því þessa vikuna. Ef þetta á ekki við þá ertu pottþétt að fara rekast á gamlan elskhuga og það gæti verið framtíð í því núna. Meyja í sambandi verður að rækta garðinn sinn.

vogin

Vogin
Þú gætir ekki verið í meira rugli tilfinningalega en þú ert þessa dagana. Þú veist ekkert hvað þú vilt. Þú veist að þú ert í “eitruðu” sambandi en þú ert bara svo hrifin af honum. Þú trúir því að það verði allt gott og að hann breytist. Og veistu það getur alveg gerst og þið gætuð lifað “happily ever after.”

sporðdreki

Sporðdrekinn
Þú ert rosaega upptekin af sjálfri þér þessa dagana og það er bara ágætt því það er ekkert spennandi að sjá í ástarlífinu. Ef þú ert í sambandi þá bara siglir skipið sinn lygna sjó og ef þú ert einhleyp þá skaltu hlaupa hratt ef þú heldur að þú hafir hitt það eina rétta í vikunni því hann er “bad news.”

bogmaður

Bogmaðurinn
Þér langar ekki mikið út þessa vikuna og helst viltu bara liggja í rúminu og draga sængina upp fyrir höfuð. En þú verður að muna að þú ert eitt jákvæðasta og bjartsýnasta stjörnumerkið og trúir því að allt fari vel að lokum og það mun verða þannig. Uppúr 27. okt verður þú eins og þú átt að þér.

steingeit

Steingeitin
Þú tekur eftir því þessa vikuna að karlmenn fara að veita þér eftirtekt á ný og þú upplifir ýmislegt sem hefur vantað í þitt líf síðustu vikur. Ef þú ert í sambandi þá mun það blómstra undir lok vikunnar og meira að segja kynlífið mun ná nýjum hæðum. Þetta er góð vika fyrir steingeitina og um að gera nýta það til fullnustu.

vatnsberi

Vatnsberinn
Þessa vikuna verður þú uppteknari af frama og peningum en ást. En hvað er það eiginlega? Þú verður kæri vatsnberi að muna eftir því sem veitir þér raunverulega hamingju í lífinu og rækta sambandið við ástvini. Annars munu þeir bara yfirgefa skipið. Einhleypir vatnsberar munu ekki finna ástina þessa vikuna.

fiskar

Fiskarnir
Þú sérð heiminn í rósrauðum bjarma þessa vikuna og þú gefur og gefur en færð ekkert til baka. Sennilega er rétti tíminn til að fara átta sig á stöðunni eins og hún er. Farðu vel yfir málin og svarið mun birtast þér eins og ljósmynd í lok vikunnar. Hugsaðu vel um sjálfan þig kæri fiskur.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!