KVENNABLAÐIÐ

Sjúklega góður kjúklinga chili-sesam wok réttur

Hér er komin freistandi uppskrift að yndislegum kjúklinga wok-rétt sem er auðvelt að henda saman á 20 mínútum, en uppskriftin hér að neðan nægir fyrir fjóra. Heitur og sæt-sterkur austurlenskur réttur sem yljar manni upp á nöprum haustdögum.

Þú þarft eftirfarandi hráefni:

2-3 kjúklingabringur

1 stór laukur

1 kúrbítur

1 rauð paprika

1/2 púrrulaukur

1 kínverskur hvítlaukur

1 rauður chili

e2d3e4eb-2fa4-42cc-979c-ab5f04fe736b_Tony_Vignette

Sósan:

1/2 bolli sæt soyasósa (Fæst í asískum mörkuðum t.d. á Suðurlandsbraut)

1/2 bolli venjuleg soyasósa

1/2 bolli Sweet Chili sósa

2 matskeiðar Sesam Olía (Fæst einnig í asísku mörkuðunum)

Sesamfræ eftir smekk

d96464ee-83e9-43ad-a319-1a57930e3e82_Tony_Vignette

#1 – Byrjið á því að blanda sósuna í skál og setjið til hliðar.

#2 – Skolið og skerið grænmetið; Lauk, púrrulauk, kúrbít og papriku í grófa bita.

#3 – Skerið kjúklingabringurnar niður í munnbitsstóra bita. Fínsaxið þar næst hvítlauk og chili og hitið Wok-pönnuna á meðalhita, hellið olíu út á pönnuna.

#4 – Svissið hvítlaukinn og chili-inn í olíunni og hendið þarnæst kjúklingnum á pönnuna og hækkið undir hitanum.

#5 – Þegar kjúklingurinn er brúnaður og nær eldaður í gegn þá er næsta skref að bæta grænmetinu út í.  Við viljum hita grænmetið í gegn en ekki gegnelda það, það á að vera bit í því og það á að vera fast undir tönn.

Hellið þar næst sósunni út á og látið hana krauma, þá er rétturinn tilbúinn.

Berið fram með hrísgrjónum & verði ykkur að góðu!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!