KVENNABLAÐIÐ

Allt öðruvísi IRISH COFFEE!

Ef áfengir kaffidrykkir höfða til þín, er Irish Coffee sennilega ofarlega á óskalistanum. En því ekki að krydda írska kaffidrykkinn örlítið – jafnvel með dísætu kanelsýrópi og bitter? Hér fer uppskrift að örlítið frábrugnu írsku, áfengu kaffi með örfáum dropum af bitter og smellpassar í bústaðinn á svölu laugardagskvöldi.

shopping (1)

U P P S K R I F T:

45 ml írskt viskí (Tullamore Dew t.a.m.)

33 ml kælt, nýuppáhellt kaffi

22 ml Galliano

14 ml kanelsýróp (sjá uppskrift að neðan)

½ tsk Angoustra bitter

Þeyttur rjómi og malaður kanell (til að toppa drykkinn)

shopping

L E I Ð B E I N I N G A R:

Setjið viskí, kaffi, líkjör, kanelsýróp og bitter í kokteilhristara, fyllið upp með ísmolum og hristið þar til kokteilhristarinn er orðinn hrímaður að utan; u.þ.b. 30 sekúndur. Sigtið ofan í upphátt Irish Coffee glas og reiðið fram með þeyttum rjóma og möluðum kanel.  

cinnamon-master

K A N E L S Ý R Ó P – U P P S K R I F T

40 gr – Brúnn hrásykur (Demera sykur)

1 kanelstöng – hlutuð í litla búta

0.8 dl vatn (⅓ bolli)

Setjið vatnið, brotna kanelstöngina og hrásykurinn í lítinn pott og hitið upp að suðumarki. Takið af hellunni og látið kólna í pottinum í ca. 15 mínútur. Sigtið nú sýrópið í loftþéttar umbúðir, setjið tappann á og kælið vel.

Sýrópið hefur u.þ.b. 4 vikna geymsluþol – geymist í kæli.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!