Kjúklingabitarnir
Bökunarsprey eða matarolía
3 bein-og skinnlausar kjúklingabringur
Gróft salt
Svartur pipar grófur
1/2 bolli maissterkja
1/2 tsk hvítlauksduft
2 stór egg
1 bolli kókosmjöl (Baksturs)
1 bolli brauðrasp
1 tsk paprika
Límónusneiðar
Salsan
1 bolli smátt skorin jarðarber
1 bolli smátt skorið mangó
1/3 bolli smátt skorin skallottulaukur
2 mtsk. kóríander lauf smátt skorin
1 matsk chilli sulta
1 matsk. Límónusafi
Salt
Pipar
1. Hitaðu ofninn í 180 gráður. Settu grind yfir ofnskúffu og berðu olíu eða spreyjaðu bökunarspreyi á bökunargrindina.
2. Hrærðu saman maismjölinu og hvítlauksdufti á grunnum diski. Þeyttu eggin saman með gaffli á öðrum grunnum diski. Á þriðja diskinn seturðu kókosmjölið, brauðraspið, paprikuduftið og 1/2 tsk. af salti og 1/2 tsk. pipar og hrærir vel saman.
3. Skerðu bringurnar í þunna strimla og dýfðu þeim einum í einu í maismjölið, svo í eggjablönduna og að endingu í kókosmjölsblönduna og veltu þeim vel upp úr til að kókosmjölið tolli vel á.
4. Leggið strimlana á bökunargrindina og spreyið með bökunarspreyi og inn í ofninn í 10-20 mínútur.
5. Blandaðu öllum hráefnum sem eiga að fara í sölsuna saman og láttu standa í 10 mínútur.
berið kjúklinginn fram með sölsunni og límónusneiðum.