Að kunna að baka góðar BROWNIES er algjört möst. Við prófuðum þessa uppskrift sem við fundum hér og hún er geðveikt góð og einfalt að búa hana til. Njótið með ískaldri mjólk – eða kaffi!
það sem til þarf:
1⅓ bolli hveiti
2 bollar sykur
¾ bolli kakó
1 tsk lyftiduft
½ tsk salt
⅔ bolli matarolía s.s eins og sólblóma
4 egg, þeytt saman með gafli
2 tsk vanilludropar
1 bolli saxaðar hnetur (Má sleppa)
Svona ferðu svo að:
1. Hita ofninn 175 gráður. Smyrðu ferkantað kökumótþ
2. Setjið hveitið, sykur, kakó, lyftiduft og salt í skál og hrærið saman með gaffli. Blandið olíunni, eggjunum og vanilludropum saman í annar skál. Bætið blautefnunum saman við þurrefnin og hrærið öllu varlega saman í höndunum eða á hægri stillingu í matvinnsluvél. Ekki hræra of mikið!!! Hellið öllu í formið.
3. Bakið í 35-30 mínútur eða þar til að kakan er tilbúin. Ef þú prófar að stinga trétannstöngli í kökuna á hann að koma hreinn út.