KVENNABLAÐIÐ

10 stjörnur sem eiga óvenju unga foreldra

Allar þessar stjörnur fæddust foreldrum sínum áður en þeir náðu 20 ára aldri.

1. Justin Bieber 

Justin Bieber arrives with his mother at the 40th American Music Awards in Los Angeles

Móðir hans var aðeins 17 ára þegar hún kom drengnum í heiminn.

2. Selena Gomez

selena-gomez-435

Mandy Teefey var aðeins sextán ára gömul þegar hún hélt á lítilli og óharðnaðri Disney stjörnu í fanginu á fæðingardeildinni í Texas

3. Lil Wayne

lil-wayne-moms-wedding-sister-to-sister-the-cover

Móðir hans var 19 ára gömul þegar rapparinn fæddist. Eitthvað hefur fljótfærnin færst í erfðir því hann sjálfur var aðeins 16 ára þegar hann eignaðist sitt fyrsta barn og kærastan 15.

4. Jared Leto

20th Annual Screen Actors Guild Awards - Arrivals

Móðirin hætti í menntaskóla og eignaðist Jared og bóður hans sem hún ól upp eins síns liðs, af mikilli ástúð og hvatningu samkvæmt þakkarræðunni sem leikarinn hélt á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrr á árinu.

5. Oprah Winfrey

oprah6

Þegar spjallþáttadrottningin fæddist var móðir hennar 18 ára gömul

6. Eminem

Screen-Shot-2013-01-31-at-7.33.10-PM

Debbie Nelson var 17 ára þegar hún kom rapparanum kjaftfora inn í þennan heim sem hann hatar svo heitt og innilega

7. Barack Obama

barack3_1362289c

Móðir Bandaríkjaforseta var 18 ára þegar eitt valdamesta kríli heims leit ljósið í fyrsta sinn.

8. Jamie Foxx

Jamie-Foxx-4

Blóðforeldrar Foxx voru bæði á táningsaldri þegar gripurinn kom í heiminn en hann var stuttu síðar ættleiddur af ömmu sinni og afa.

9. Jack Nicholson

Jack-Nicholson-jack-nicholson-31068098-2560-1921

Hinum goðsagnakennda leikara var talin trú um að móðir hans væri systir hans þegar hann var lítill. Seinna meir komst hann að því að hún hafði fætt hann þegar hún var bara 16 ára en móðir hennar hafi krafist þess að hún einbeitti sér að dansferlinum í stað móðurhlutverksins.

10. 50 Cent

D1BE6F4E78E9D28AE469458FD7DB3D68

Móðir hans var 15 ára gömul þegar hann fæddist og ól hann upp á eigin spýtur.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!