Hertogaynjan af Sussex, Megan Markle, skrifaði á dögunum grein í The New York Times þar sem hún greinir frá því að hún hafi misst fóstur í júlí síðastliðnum. Í greininni segir hún þau Harry hafa upplifað nánast óbærilega sorg.
Hún segir þennan júlímorgun hafa byrjað ósköp venjulega . Hún hafi borðað morgunmat, tekið inn vítamín, sett hárið í teygju og tekið son sinn upp úr rúminu sínu.
„Eftir að hafa skipt á bleyju þá fann ég sáran krampa. Ég féll í gólfið með barnið í fanginu og raulaði vögguvísu til þess að róa okkur bæði.“
„Ég vissi það, haldandi á frumburði mínum, að ég væri að missa annað barnið mitt,“ skrifar hún. „Nokkrum tímum seinna lá ég í sjúkrarúmi og hélt í höndina á manninum mínum.“
Hún endar greinina á orðunum:
„Er í lagi með okkur? Það verður í lagi með okkur.“