KVENNABLAÐIÐ

Ótrúlega góð Snickers ostakaka!

Auglýsing

Hráefni í botninn:

150 grömm hafrakex mulið vel niður, gott er að gera það í matvinnsluvél

6 msk bráðið ósaltað smjör

Hráefni í fyllinguna:

680 grömm rjómaostur

180 grömm flórsykur

1 msk vanilludropar

1 tsk sitrónusafi

hnífsoddur af salti

240 ml rjómi

3 snickers, söxuð niður

Hráefni í sósuna á toppinn:

1 snickers, saxað niður

110 grömm karamellusósa (keypt eða heimalöguð)

Aðferð:

1. Smyrjið smelluform eða setjið bökunarpappír í það. Blandið saman hafrakexinu og bráðna smjörinu vel saman í skál. Hellið þessu síðan í formið og þrýstið vel í formið svo úr verði jafn og þéttur botn. Geymið í kæli á meðan fyllingin er útbúin.

2. Þeytið rjómaostinn þar til hann verður mjúkur og rjómakenndur. Bætið þá flórsykrinum saman við og þeytið vel saman í um 2-3 mín. Bætið þá vanillu, sítrónusafa og salti saman við. Þeytið áfram í um 2 mín. Stillið síðan á lægstu stillingu á meðan rjómanum er hellt saman við.

3. Blandið snickers bitunum saman við með sleif. Hellið núna fyllingunni yfir botninn í forminu og geymið í kæli í nokkra tíma áður er kakan er borin fram. Rétt áður en hún er borin fram er hellt yfir hana karamellusósu og söxuðu snickers.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!