KVENNABLAÐIÐ

Johnny Depp beðinn um að yfirgefa Fantastic Beasts

Auglýsing

Leikarinn Johnny Depp tapaði á dögunum í meiðyrðamáli sem hann höfðaði á hendur tímaritsins The Sun. Tímaritið hafði birt fullyrðingar um að Depp hafi lagt hendur á fyrrverandi eiginkonu sína, Amber Heard.

Depp birti tilkynningu á Instagram nokkrum dögum seinna þar sem hann skrifar:

„Mig langar að láta ykkur vita af því að Warner Bros hefur beðið mig um að stíga til hliðar úr hlutverki mínu sem Grindelwald í Fantastic Beasts og ég virði það og hef samþykkt þá beiðni.“

„Þessi fáránlegi dómur breskra dómstóla mun ekki breyta neinu í baráttu minni við að sanna sakleysi mitt og ég mun áfrýja, skrifar hann. Ég held í styrk minn og ætla mér að sanna það að þessar ásakanir gegn mér eru ósannar.“

En Depp og Heard hafa barist fyrir dómstólum í nokkur ár þar sem þau saka hvort annað um ofbeldi í garð hvors annars á meðan á hjónabandi þeirra stóð.

Screen Shot 2020-11-07 at 13.33.03

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!