Hráefni:
1 laukur smátt saxaður
1 sellerírót skorin smátt niður
1/2 dós niðursoðnir maukaðir tómatar
1 rauð paprika skorinn í litla bita
1-2 msk humarkraftur
1 dl þurrt hvítvín
750 ml fiskisoð ( vatn+fiskiteningar)
400-500 gr risarækjur ( eða minni)
1-2 dl rjómi
timjan
koníak (ef það er til, má sleppa)
salt
cayenne pipar eða chilli duft
Aðferð:
1. Hitið smjör í góðum potti og steikið lauk, sellerírót og papriku þar til þetta fer að mýkjast. Bætið síðan hvítvíni, fiskisoðinu og humarkraftinum saman við ásamt tómötunum og timjan. Látið malla í um 30 mínútur og hrærið reglulega í pottinum.
2. Skerið risarækjurnar í helming. Sigtið síðan grænmetið frá súpunni, færið súpuna aftur í pottinn og bætið rjómanum og rækjunum saman við. Látið þetta malla í 3-4 mínútur eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn. Smakkið til með koníaki, salti og cayenne pipar. Berið fram með þeyttum rjómatoppi og góðu brauði.