Nú þegar heimsfaraldur gengur yfir heiminn hafa margir þurft að grípa til þess ráðs að vinna heima, oft með tilheyrandi fundum og samtölum sem fara fram í gegnum tölvur.
Nýlega deildi vefsíðan “Ads of the World” myndum frá nýrri auglýsingaherferð fatamerkisins Henri Vézina. Myndirnar eiga að kynna nýja fatalínu fyrirtækisins sem ber heitið „Unnið að heiman“ .
Á myndunum má sjá karlmanns fyrirsætur í einskonar hálfklæðum en þeir eru buxnalausir í jakkafötum. Eins og sjá má á myndunum er fyrirtækið að stinga upp á því að kúnninn minnki fatakostnaðinn til muna með því að sleppa buxunum, því jú enginn mun sjá neðri helminginn þegar þú ferð á fjarfund í tölvunni.