Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian kom fram í Netflix þætti David Letterman þar sem hún rifjaði upp erfiðar minningar.
Hún brast í grát þegar hún talaði um vopnað rán sem hún varð fyrir á tískuvikunni í París árið 2016. Hún var stödd á hótelherbergi í París, þar sem hún gisti ásamt systur sinni Kourtney, en var ein á herberginu þegar ránið átti sér þar sem Kourtney hafði farið út og tekið með sér þeirra eina öryggisvörð.
Það ruddust menn með grímur og byssur inn á herbergið og tóku rándýra skartgripi. Kim, sem var nakin undir náttslopp, óttaðist að hún yrði misnotuð kynferðislega eða drepin.
„Ég hugsaði OK núna verður mér nauðgað. Þetta er að gerast, vertu tilbúin“, sagði hún og grét.
„Ég veit ekki afhverju ég er að gráta, ég hef talað um þetta áður, en svo settu þeir á mig handjárn og settu límband fyrir augu og munn,“ heldur hún áfram.
Hún segir þá hafa miðað byssu á sig og hún hafi verið dauðhrædd um að Kourtney myndi koma að henni látinni.
„Ég hugsaði um Kourtney og hvernig hún myndi koma að mér látinni í herberginu og hvaða áhrif það myndi hafa á hana.“