Auglýsing
Venjulegt fólk eru grínþættir með dramatísku ívafi. Við fylgjumst með Völu og Júlíönu, sem hafa verið vinkonur frá því í menntaskóla, takast á við lífið og tilveruna. Í dag, 14.október, kemur þriðja þáttaröð í heild sinni inn á Sjónvarp Símans Premium.
Serían fjallar um áframhaldandi vinskap milli Júlíönu og Völu. Þættirnir þeirra fá ekki góð viðbrögð og setur það leikferil þeirra í hættu. Fjármál Völu snúast við til hins betra á meðan Júlíana verður gjaldþrota. Setur þetta vinskap þeirra í hættu? Breyta fjármál öllu?
Hér fyrir neðan má sjá brot úr nýju þáttaröðinni.