Upphaflega stóð til að ný Batman mynd yrði frumsýnd í júní 2021 en vegna kórónuveirufaraldursins hefur frumsýningunni verið ýtt fram til 4. March 2022. Einnig settu veikindi Pattinson, sem leikur sjálfan Bruce Wayne, strik í reikninginn en hann greindist með Covid-19 og var tökum frestað enn fremur af þeim sökum.
Með aðalhlutverk fara þau Robert Pattinson, sem Bruce Wayne/Batman,Zoé Kravitz, sem Selina Kyle/Catwoman, Colin Farrell, sem Oswald Cobblepot/The Penguin, og Paul Dano, sem Edward Nashton/The Riddler.
Colin Farrel er algjörlega óþekkjanlegur sem The Penguin og þekktu móttleikarar hans hann ekki þegar hann mætti á settið.


Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr kvikmyndinni.