Auglýsing
Hráefni:
- 1 pakki sveppir
- 1 pakki kastaníusveppir
- 3 dl saxaður laukur
- 1 tsk þurrkað timjan
- 1 tsk sveppakraftur
- 2 hvítlauksgeirar, rifnir niður
- 6 dl kjúklingasoð
- 2 msk sojasósa
- 3 msk hveiti
- 1 msk paprika
- 1 msk sítrónusafi
- 1 msk söxuð steinselja
- 2 1/2 dl rjómi
- 1 dl sýrður rjómi
- 4 msk smjör
Aðferð:
1. Takið stóran pott og steikið sveppina og laukinn upp úr smjöri. Kryddið þetta til með timjan og papriku. Steikið þetta í um 7-10 mín. Setjið hvítlaukinn og sveppakraftinn saman við síðustu 30 sekúndurnar.
2. Hrærið næst kjúklingasoð, sojasósu og sítrónusafa saman við og náið upp suðu. Leyfið þessu að malla í 5 mín. Pískið rjóma og hveiti saman í skál og hellið í súpuna. Hrærið stanslaust í þessu á meðan. Látið þetta malla í um 8-10 mín.
3. Takið súpuna af hitanum og hrærið sýrða rjómanum saman við. Toppið með saxaðri steinselju og berið fram strax.
Auglýsing