Auglýsing
Hráefni:
- 2 beikon sneiðar
- 2 sneiðar af góðu brauði t.d. súrdeigs
- 1 msk smjör við stofuhita
- 1 dl cheddar ostur rifinn
- 2 msk stappað avocado með smá salti og sítrónu
- 1 msk tortilla flögur, muldar
Aðferð:
1. Steikið beikonið þar til það verður stökkt. Leggið það á disk með eldhúspappír.
2. Smyrjið aðra hliðina á hvorri brauðsneið með smjöri, og dreifið smá osti á ósmurðu hliðina á annarri sneiðinni. Ofan á ostinn fer svo avocado, bacon og muldar tortilla flögur ásamt restin af ostinum. Lokið samlokunni með hinni brauðsneiðinni, smjör hliðin upp.
3. Grillið í samlokugrilli eða á pönnu þar til samlokarn verður fallega gyllt og osturinn hefur bráðnað.