Þegar Dr. Anthony Fauci, forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna var spurður í fréttum á CNN hvern hann myndi vilja sjá leika sig í þættinum Saturday Night Live. Að þeir sem hefðu verið nefndir væru Ben Stiller eða Brad Pitt. Dr. Fauci hikaði ekki og svaraði. ,,Að sjálfsögðu Brad Pitt“.
Hér má sjá Brad Pitt leika Fauci með tilþrifum og gera sprenghlægilegt grín af Donald Trump, Bandaríkjaforseta sem virðist ekki hafa skilning á ógn Covid-19 gegn öllu mannkyninu.
Dr. Fauci hefur hrósað Brad Pitt í hástert fyrir eftirhermuna.
„Ég held að hann hafi staðið sig frábærlega,“ sagði Fauci. „Ég er mikill aðdáandi Brad Pitt og það er ástæðan fyrir því að þegar fólk spyr mig hvern ég vildi að myndi leika mig, þá nefni ég Brad Pitt. Hann er einn af mínum uppáhalds leikurum. Ég held að hann hafi staðið sig frábærlega. “
Í lokin á eftirhermunni sést Brad Pitt þakka Fauci og öðrum lykilstarfsmönnum fyrir „yfirvegun þeirra og skýrleika á þessum órólegu tíma“.
Fauci leynir ekki aðdáun sinni á leikaranum: „Ég held að hann hafi sýnt að hann væri í raun vönduð manneskja, topp náungi þegar hann í lokin tók af sér hárið og þakkaði mér og öllum heilbrigðisstarfsmönnunum. Svo að hann er ekki bara frábær leikari heldur er hann í raun flottur strákur.“
Dr. Anthony Fauci, forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, hefur látið hafa eftir sér að Donald Trump Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans hefðu getað bjargað mannslífum með því að bregðast fyrr við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu.
Yfir 530 þúsund tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst í Bandaríkjunum og 21.418 hafa látið lífið, flestir í New York-ríki. Mbl.is greindi líka frá.
Já, það er beinlínis stórhættulegt þegar að siðblindir peningamenn leika Guð og telja sig vita betur en læknar. Svo hættulegt að þeir hika ekki við að stofna lífi fjölda fólks í hættu fyrir eigin ágóða.
Umfjöllun NHS í Bretlandi, CNN í Bandaríkjunum og Entertainment Tonight