Dan Karaty, dómari virtustu hæfileikaþátta í heiminum og Íslandsvinur sem kom á vegum DanceCenter Reykjavík árið 2007 og 2008, hefur staðið í ströngu á tímum COVID-19 og alltaf sól í huga kappans. Rétta hugarfarið til að takast á við sérstaka tíma.
Hann einbeitir sér að því að virkja orkuna á jákvæðan hátt, þjálfa anda og líkama, faðma fjölskylduna á óvissutímum og taka ástandinu í heiminum með æðruleysi. Ásamt því hefur honum samt sem áður tekist að uppgötva hæfileikafólk á götum úti eins og sést á að neðagreindu myndbandi en dómarinn póstaði fréttinni á Instagram síðu sinni.
Aðaláherslan hjá dómaranum hefur verið að halda fjölskyldunni sinni heilbrigðri á þessum sérstöku tímum eins og sjá má á eftirfarandi myndum. Æft að kappi með börnunum, reglulegir göngutúrar með fjölskyldunni og síðan veigrar dómarinn sér ekki fyrir að fara í kennarahlutverkið.
Dan Karaty vakti fyrst athygli í alþjóðlega virtu dansþáttunum, So You Think You Can Dance og varð strax uppáhald áhorfenda fyrir vandaða, heiðarlega og afdráttarlausa gagnrýni.
Hann hefur verið ákaflega farsæll um árabil og starfað sem dómari fyrir helstu hæfileikaþætti í heiminum sem hafa slegið í gegn á borð við Idol-ið, So You Think You Can Dance, Holland’s Got Talent, Dance Dance Dance, Dancing With The Stars, My Name Is Michael, Best of Dance, X Factor, SYTYCD: The Next Generation, Battle on The Dance Floor, Belgía Got Talent, Dans Date, Boxing Stars, Everybody Dance Now, The Ultimate Dance Battle og Time To Dance.
Hér má sjá alvopnaðan dansara dansa gegn kórónuveirufaraldrinum í innkeyrslunni hjá sér. ,,Give Me The Night“.
Dómarinn sést hér gefa sér tíma fyrir fótboltaæfingu með stráknum sínum við ströndina í ævintýralegu myndbandi á tímum kórónuveirufaraldurs.
Dómarinn kann að taka rækilega á því með krökkunum sínum
á tímum COVID-19 og hvað er skemmtilegra en að hafa tækifæri til að sprikla með þeim og fjölskyldunni.