Dr. Jason Campbell, 31 árs svæfingalæknir við Heilsu- og vísindaháskólann í Oregon hefur verið áberandi á vefnum með TikTok dansmyndböndum og tryggir aðdáendur hans m.a. Hollywood-stjörnurnar Janet Jacksson og Hugh Jackman.
Jafnvel þar sem heilbrigðisstarfsfólk um allan heim glímir við að takast á við kórónuveiru-faraldurinn, sýnir einn læknir að það er til ein leið til að takast á við streitu í starfi, en það er að dansa. Dr. Jason Campbell, sem býr í Bandaríkjunum, hefur í nóg horn að líta á annasömum dögum, en nær líka að skvísa inn dansmyndböndum með vinnufélögum til að skemmta heiminum.
Svæfingarlæknirinn, sem starfar við heilbrigðis- og vísindaháskólann í Oregon (OHSU), hefur sent frá sér myndbönd á sínu TikTok og öðrum samfélagsmiðlum sem sýna danshæfileika heilbrigðisstarfsfólks.
Campbell hefur notað athyglina sem þetta uppátæki hefur fengið til að deila upplýsingum um heimsfaraldurinn og hvetja börn til að líta á læknisfræði sem köllun.
@drjcofthedcCoronavirus Foot Shake. No hand shakin’ allowed in the hospital!##coronavirus ##oohnananachallenge ##oohnanana ##ohnana @jimmyfallon @charlidamelio♬ Oh Nanana – Remix – dj 6rb & bonde r300