KVENNABLAÐIÐ

Bandarískur læknir tekst á við Covid-19 með því að dreifa gleði! – TikTok myndband

Dr. Jason Campbell, 31 árs svæfingalæknir við Heilsu- og vísindaháskólann í Oregon hefur verið áberandi á vefnum með TikTok dansmyndböndum og tryggir aðdáendur hans m.a. Hollywood-stjörnurnar Janet Jacksson og Hugh Jackman.

Jafnvel þar sem heilbrigðisstarfsfólk um allan heim glímir við að takast á við kórónuveiru-faraldurinn, sýnir einn læknir að það er til ein leið til að takast á við streitu í starfi, en það er að dansa. Dr. Jason Campbell, sem býr í Bandaríkjunum, hefur í nóg horn að líta á annasömum dögum, en nær líka að skvísa inn dansmyndböndum með vinnufélögum til að skemmta heiminum.

Auglýsing

Svæfingarlæknirinn, sem starfar við heilbrigðis- og vísindaháskólann í Oregon (OHSU), hefur sent frá sér myndbönd á sínu TikTok og öðrum samfélagsmiðlum sem sýna danshæfileika heilbrigðisstarfsfólks.

Auglýsing

Campbell hefur notað athyglina sem þetta uppátæki hefur fengið til að deila upplýsingum um heimsfaraldurinn og hvetja börn til að líta á læknisfræði sem köllun.

@drjcofthedcCoronavirus Foot Shake. No hand shakin’ allowed in the hospital!##coronavirus ##oohnananachallenge ##oohnanana ##ohnana @jimmyfallon @charlidamelio♬ Oh Nanana – Remix – dj 6rb & bonde r300

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!