KVENNABLAÐIÐ

,,Við erum öll Bubbi Morthens“ Glæsileg frumsýning Níu líf

Níu líf um Bubba Morthens var frumsýnd við glæsibrag í Borgarleikhúsinu í gærkveldi í skugga válegra frétta um COVID-19, kórónuveirufaraldurinn. COVID stal svo sannarlega ekki senunni  sjá áður umfjöllun Fréttablaðsins.

Sýningin var BOBA. Í þessari stórsýningu lögðu leikarar, dansarar, tónlistarmenn og fleiri góðir gestir, allt í sölurnar við leitina að Bubbanum í okkur öllum og fylltu sviðið með sögum, lögum, ljóðum og litum þessa elskaða og umdeilda listamanns. Við erum öll Bubbi Morhens eins og Aron Már sem leikur Bubba, nefndi í umfjöllun Morgunblaðsins.

Ánægjulegt var að upplifa hvernig listamenn þjóðarinnar náðu að auðga líf og anda landsmanna, þjappa þeim þétt saman í baráttuandanum sem ávalt hefur einkennt íslensku þjóðina þegar hart í sækir. Landsmenn sem sóttu frumsýninguna héldu sinni stóískri ró og samglöddust. Lífið heldur áfram og senn verður þessi faraldur, blessunarlega á brott farin. Íslendingar eru orðnir þaulvanir að sýna æðruleysi við erfiðar aðstæður.

Stál & hnífur er sannarlega merki Bubba Morthens, einn okkar dáðasta listamanns frá upphafi og gat kóngurinn brosað breitt þar sem bæði generalprufan og frumsýningin fór fram úr björtustu vonum og listamenn skiluðu stórkostlegri sýningu.

UtangarðsBubbi, Björn Stefánsson söng lagið Afgan í vikunni úr sýningunni Níu líf um Bubba Morthens hjá RÚV.

Auglýsing
Í sýningunni er því lýst hvernig Bubbi Morthens er samofinn þjóðarsálinni í öllum sínum birtingarmyndum: Stjarnan sem rís úr slorinu; fyrst sem málsvari verkalýðsins, svo alþýðusöngvari þjóðarinnar, þá atómpönkari og gúanórokkari sem breytist í ballöðu-poppara sem syngur með stórsveitum. Skoðanaglaði gasprarinn, skrifblinda ljóðskáldið, fíkilinn sem reis upp, kvennamaðurinn og sá sem elskar aðeins eina konu, Kúbverjinn og Hollywood-víkingurinn, veiðimaðurinn, friðarsinninn og boxarinn. Sögur Bubba Mortens eru sögur okkar allra; sögur Íslands. Leitast er við að svara spurningunni hver hann sé í raun og veru? Og hver við séum? Sjá einnig vef Borgarleikhússins

Í Mannlífi var fjallað um hvernig Kristín leikhússtjóri byrjaði og kvaddi Borgarleikhúsið. „Lífið er hringrás og í dag er ég stútfull af þakklæti en líka nokkuð meyr yfir því að þessu stórkostlega tímabili sé formlega lokið. Ég gæti ekki verið stoltari að kveðja með þessari sýningu sem er stórbrotið listaverk sem Ólafur Egill hefur skapað af sinni einstöku næmni,“ segir Kristín og þakkar vinum sínum, starfsfólki og áhorfendur fyrir tímann í leikhúsinu.

Fyrst Bubbi gat það get ég það líka

„Augljósa leiðin hefði kannski verið að gera ekki sögu Bubba heldur sögu stráks út á landi eða hvað það er. En þegar ég las ljóðabækurnar fannst mér kominn undirtextinn, opnun í undirmeðvitundina, samfelldur bogi og dramatík, því það verður alltaf að vera dramatík,“ segir Ólafur Egill Egilsson leikstjóri söngleiksins Níu líf sem byggður er á ævi Bubba Morthens í viðtali á RÚV.

Á vef Borgarleikhússins fjallar Ólafur Egill um Níu líf

Hér má sjá þegar Bubbi hitti litlu Bubbana

Auglýsing