KVENNABLAÐIÐ

Hvernig fer heimaræktun orkedía fram?

Becky Brinkman, framkvæmdastjóri Botanical garðsins í Atlanta, deilir ráðum um val á heilbrigðum orkedíuplöntum, hvernig á að rækta þær heima og daglega umönnun þeirra.

„Fólk sem reglubundið hugsar um blóm á auðvelt með að sjá í hvernig ástandi plantan er og það hefur þróað næmi fyrir sjónrænum vísbendingum. Það er mikilvægasti þátturinn við ræktun orkedía eða í raun hvaða plöntu sem er, “segir Becky. Hún leggur áherslu á að lykillinn að velgengni við ræktun plantna sé að byrja með heilbrigða, vel vaxna plöntu.

Wilsonara PacificA hybrid Miltassia

Auglýsing

 

Að koma auga á heilbrigðar orkedíu rætur

„Rótarkerfið er mikilvægasti hluti heilbrigðrar plöntu,“ segir Becky. „Orkedíur geta misst mikið af rótarmassa meðan hún situr og bíður eftir kaupanda og lítur samt ágætlega út,“ varar hún við. „hvernig geturðu sagt til um hvort plantan sé vel rótgróin ef þú vilt ekki umpotta plöntuna þá og þegar í versluninni? Ef þér finnst plantan vera laus í pottinum og að ræturnar hafa ekki fest sig nægilega? Þá skaltu velja aðra plöntu. “

Ástand laufanna sjálfra er einnig mikilvægt. „Það er ekki óalgengt að sjá eldri lauf verða gul, sérstaklega ef plöntan hefur blómstrað,“ segir Becky. „En þú vilt ekki skrælnuð lauf. Það er merki um að plantan hefur misst mikinn rótarmassa með ofvökvun, þá getur plantan ekki tekið upp vatn og laufin farin að skreppa saman.“

DendrobiumOncidium

Auglýsing

 

Hvernig á að láta orkedíur blómstra?

Til að hvetja orkedíu til að blómstra er Becky með nokkrar tillögur.

„Athugaðu fyrst jarðvegsblönduna og umpottið ef þörf krefst. Orkedíur sem eru framleiddar í fjöldamagni eru oft ræktaðar í sérstakri blöndu. Það er ræktendum hagstætt sem vilja rækta þær í miklu magni; þeir geta framleitt plönturnar fljótt og með litlum tilkostnaði en það á ekki við um þá sem vilja rækta orkedíurnar heima, “segir hún. „Þegar orkedían þín er búin að blómstra geturðu aukið líkurnar á árangri með hana í framtíðinni ef þú umpottar hana með blöndu sem er sérstaklega ætluð orkedíum. „Þú getur keypt sérstaka blöndu fyrir orkedíur hjá flestum blómabúðum og blómaræktendum.”

„Dagsbirta er lykilatriðið við að fá orkedíur til að blómstra aftur. Sjáðu orkedíunni þinni fyrir dagsbirtunni sem hún þarf til að dafna og þá er hún líklegri til að blómstra.”

PleioneWhite Phalaenopsis

 

Orkedíur sem þurfa mjög litla eða litla dagsbirtu

Þetta á venjulega við glugga sem snúa til norðurs og hæfir klassískri gerð af orkedíu eins og phalaenopsis. Paphiopedilums og Miltoniopsis, vaxa vel í gluggum sem snúa til norðurs eða austurs.

Orkedíur sem þurfa miðlungs eða mikla dagsbirtu

Mikla dagsbirtu er venjulega að finna í gluggum sem snúa í suður- eða vestur átt. Þannig aðstæður henta vel Dendrobriums og oncidiums. Cattleyas, Corsage orkedía þrífast einnig vel við þessar aðstæður.

CattleyaCattleya orchid

Dagleg umhirða orkedía

Að lokum er það dagleg umhirða en orkedíur þarf lítið að vökva. „Fljótlegasta leiðin til að gera útaf við þær, er að ofvökva þær,“ minnir Becky á. Með öðrum orðum, við náttúrulegar aðstæður lifa orkedíur „á yfirborði plantna“ eins og trjástofnum og greinum. Rætur þeirra eru ekki gerðar fyrir jarðveg. Þær þurfa pott þar sem vatnið getur lekið í gegnum pottinn og blöndu í hann þar sem vatnið getur leikið um ræturnar rétt eins og ef þær væru upp í tré.

 

Tegundir orkedía

Eftirfarandi eru nokkrar tegundir í fjölskrúðugri orkedíufjölskyldunni

 

 

 

 

 

 

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!