KVENNABLAÐIÐ

Ertu femínisti með samviskubit?

Grínistin Deborah Frances-White ræddi um fullkomlega kómíska hlið á svo ófullkomnum femínisma

,,Fyrir sumar konur er femínismi enn einn hluturinn til að finnast eitthvað vera ófullkomið”
– Deborah Frances-White, grínisti og stjórnandi podcastsins ,,The Guilty Feminist

Deborah Frances-White grínisti sem býr í London ákvað árið 2015 að hún vildi verða betri femínisti.

Á þeim tíma fannst henni hún lifa eftir gildum sem hægt væri að skilja á tvo vegu: hún vildi ekki upplifa sig sem einhvern ,,skrautmun” en var samt heltekin af eigin þyngd; á sama tíma og hún ráðlagði konum um sterkar leiðir í leiðtogafærni stóð hún sig af því að vera að afsaka sig í hvívetna ef hún hringdi í karlmann og ,,truflaði” hann frá vinnu.

Auglýsing
,,Í augum almennings voru femínistar dásamlegur hlutur” sem hún orðrétt sagði sjálf í viðtali ,,þeir veittu eldmóð og voru vissir í sinni sök. Um leið var mér hugsað um eigin kaldhæðni og óöryggi og hugsaði, er ég nógu góður femínisti?”

Hún deildi reynslu sinni með grínistanum Sofie Hagen yfir hádegisverði og fyrr en varði, fæddist podcastið ,,The Guilty Feminist”.

Frances-White fjallar um hvernig hugmyndin um femínisma hefur þróast undanfarna áratugi, með hverri nýbylgju sem skilgreinir hann aðeins öðruvísi. Fyrir Frances-White er femínismi barátta fyrir jafnrétti og án aðgreiningar fyrir allt kynjasviðið og minnihlutahópa.

Auglýsing
Hvert podcast hjá þeim byrjar með setningunni, „Ég er femínisti, en …“ og hún ásamt mismunandi gestgjöfum fara yfir hvað hefur farið úrskeiðis hjá femínistum á spaugilegum nótum.

Eitt byrjar á: „Ég er femínisti, en … einu sinni þegar ég tók þátt í kröfugöngu kvenréttinda og þurfti skyndilega að komast á klósettið og kom við í deildarvöruverslun, varð ég svo annars hugar við að prufa andlitskrem, að kröfugangan var á braut horfin þegar ég kom út aftur. “

Aðalatriðið með því að draga fram þessar mótsagnir er að hlæja að þeim og ræða síðan leiðir til bóta, útskýrði Frances-White. „Koma þeim í loftið, líta á mótsagnirnar og kryfja þær.“

Hún bætti við: „Við erum þjálfaðar í að hafa samviskubit yfir öllu sem konur. Fyrir sumar konur er femínismi orðinn einn annar hluturinn til að finna fyrir ófulllkomleika.“

 

Frances-White var spurð hvort hún héldi að með því að gera brandara og hlæja af eins eldfimu hugtaki og femínisma, myndi á endanum gera lítið úr honum?

Því telur hún vera öfugt farið. Kraftur húmors er svo vanmetinn. Brandari er ein öflugasta leiðin til að styrkja eða jafnvel móta álit heimsins. Brandara er hægt að nota sem vopn.

Spurð hvort það væri markmiðið að nota gamanleik sem vopn til að ná niður feðraveldinu?

Segir hún frá því hvar maður skrifaði henni fyrir ári eða svo og hann sagði: „Ég vil bara segja að ég byrjaði að hlusta á podcastið þitt vegna þess að ég hata femínista og vildi vita hvað óvinurinn væri að bralla. En 18 mánuðum síðar hefur þú breytt viðhorfi mínu. Stundum pirrar það sem þú segir, en haltu áfram að segja það vegna þess að það virkar.”

Henni fannst þetta afar merkilegt og skrifaði til baka og spurði: „Hvað varð til þess að þú hélst áfram að hlusta í 18 mánuði?“ Og hann svaraði, það sem þið fjallið um er fyndið.

,,The Guilty Feminist” podcast hefur fengið um 75 milljónir niðurhöl á síðustu fjórum árum, unnið til nokkurra verðlauna og nýlega var gefin út bók með sama nafni.

Fyrst þegar Deborah Frances-White byrjaði með podcastið átti hún alls ekki von á velgengninni og hafði áhyggjur af því að vera sparkað út úr femínistaklúbbnum.

Konur eru þyrstar og það er ekki mikið efni búið til fyrir þær og því á nógu að taka.

Nánar um podcastið má finna hér:

https://guiltyfeminist.com/episodes/

 

Úr The New York Times

 

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!