KVENNABLAÐIÐ

Húsráð: Notaðu lauk við ýmsum kvillum!

Það þarf ekki að velkjast í vafa um að laukur getur verið mikilvægur í ýmsum réttum: Á íslenskar pylsur, á hamborgara, í salöt og fleira. Það eru samt sumir sem segja að laukurinn geri einnig mikið gagn annars staðar en í eldhúsinu!

Laukur hefur hátt súlfúr-innihald (brennisteinn) sem er hefur afar andoxandi áhrif og gagnast vel til náttúrulegra lækninga. Margir telja að laukurinn innihaldi ýmis efni sem gagnist til að berjast við sjúkdóma, jafnvel krabbamein. Einnig er hægt að lina kvalir vegna liðagigtar, hjartasjúktóma, lungnasjúkdóma eins og bronkítis og astma og eflir hann ónæmiskerfið. Sykursýkissjúklingar hafa mikið gagn af honum og þú getur notað hann við gubbupest og til að lækka kólesteról í blóði.

Auglýsing

Hér eru nokkur húsráð sem innihalda lauk.

Hósti

Til að ráða niðurlögum hósta er gott að setja matskeið af púðursykri á niðursneiddan lauk og láta hann draga í sig sykurinn í a.m.k. klukkustund. Með því að borða þetta léttir á hóstanum þar sem súlfúrið í lauknum drepur örverur sem valda hóstanum. Einnig hefur súlfúrið bólguminnkandi áhrif.

Hárlos

Til að laga hárlos, skaltu sjóða pott af vatni með heilum lauk. Sigtaðu vatnið og notaðu seyðið til að þvo hárið áður en þú notar sjampó. Þetta bæði styrkir hárið og vinnur á flösu. Andoxunarefnin í vatninu munu svo hjálpa til við hárlosið.

Magakrampi

Til að hjálpa börnum að losna við magakveisu, gefðu þeim teskeið af lauktei á dag. Það mun styrkja magann, slaka á vöðvum og bæta meltinuna. Sneiddu einn lauk í bita áður en þú sýður vatn og hellir yfir. Láttu teið kólna áður en þú sigtar það.

Sýking í eyrum

Til að létta á sársauka vegna sýkingu í eyrum, sneiddu niður lauk í litla bita og settu í þunnan bómullarklút. Settu klútinn yfir eyrað/eyrun og haltu honum föstum með hárbandi. Sársaukinn mun smám saman dvína.

Auglýsing

Skrámur og skeinur

Eins og áður var minnst á hefur laukur bólgueyðandi áhrif og vinnur hann einnig á bakteríum. Ef þú færð skrámur eða skeinur einhversstaðar á líkamann er hægt að skera eina lauksneið og setja hana á sárið. Það grær fyrr og heldur bakteríum og bólgum í burtu.

Hálsbólga

Sjóddu lauk í vatni og kældu það. Notaðu vatnið til að skola hálsinn. Skiptir ekki máli hvort þú gleypir það. Ef þér finnst bragðið óbærilegt, bragðbættu með hunangi eða sítrónu. Bólgueyðandi áhrif lauksins ættu að gera strax vart við sig.

Losaðu stíflur í nefi og í brjósti

Þú getur búið til krem úr laukum. Kremdu skorinn lauk eða settu hann í matvinnsluvél ásamt kókosolíu til að búa til krem. Þetta getur þú borið á brjóstið og hálsinn og hefur það slímlosandi áhrif.

Ælupest

Búðu til laukdjús með því að rífa niður lauk og setja hann í þunnan bómullarklút. Settu tvær teskeiðar af djúsnum í sítrónute og drekktu þar til uppköstin hætta.

Til að hreinsa loftið

Sneiddu lauk og settu í herbergið. Hann dregur í sig örverur og bakteríur og hreinsar loftið í leiðinni.

Smá brunasár

Nuddaðu ferskum niðursneiðnum lauk á brunasárið og þannig hraðar þú gróandanum og minnkar roða og sársauka.

Hiti

Ef þú ert með hita, sneiddu niður lauk og hafðu hann á náttborðinu. Nuddaðu fæturnar með kókosolíu og settu lauksneiðarnar á þær. Taktu plastfilmu og settu utan um og farðu svo í sokka. Laukurinn mun draga bakteríurnar út úr líkamanum ásamt eiturefnum. Best er að sofa með þetta yfir nótt ef þú getur!

Þannig – laukur er allra meina bót! Ef þú átt í erfiðleikum með að halda aftur af tárunum þegar þú sneiðir laukinn, tyggðu tyggjó meðan þú ert að því!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!