Er jólastressið algjörlega að fara með þig? Áttu erfitt með að sofa á nóttunni með hjartað dúndrandi hundrað slög á mínútu og adrenalínið flæðandi um líkamann? Hér er myndband frá TED-fyrirlestri sem gæti kannski hjálpað þér. Í myndbandinu útskýrir Kelly McGonigal að með hugarfarsbreytingu gagnvart stressi og einkennum þess gætirðu lifað lengra heilbrigðara lífi. Sjón er sögu ríkari!
