Allir sem baka einhvern tímann á árinu eiga matarsóda í skápunum. Hann dagar kannski uppi, lengst á bak við kryddin sem enginn notar og eru jafnvel löngu búnir að gleyma hvernig á að nota. Með löngu útrunna dagsetningu, fara þessi auðævi í ruslið en það þarf ekki að vera svona. Matarsódi er ódýr lausn við alls konar vandamálum og það er um að gera að virkja hagkvæmnisgenin og leggja eitt og annað á minnið.
Hér eru ýmis virkilega góð ráð þar sem matarsódi er í aðalhlutverki:
1.Þú getur notað matarsóda til að þrífa í stað rándýru, óheilnæmu efnanna með því að strá honum í rakan svamp og skrúbba síðan og hreinsa.
2.Drekktu hárburstum og greiðum í blöndu af 1 skeið af matarsóda og svolitlu af volgu vatni, skolaðu og þurrkaðu, til að losna við öll óhreinindi.
3.Áður enn þú gengur frá sumarhúsgögnunum að hausti, ættirðu að prófa að dreifa svolitlu af matarsóda undir allar pullurnar.
4.Haltu grillinu þínu skínandi hreinu allt sumarið með því að þrífa grindurnar með rökum bursta og matarsóda. Muna bara að skola á eftir.
5.Gólfmottur og teppi eru oft illa lyktandi og skítug þrátt fyrir að ryksugað sé reglulega en því er hægt að redda með því að dreifa matarsóda yfir það og láta það sitja í yfir nótt. Síðan er ryksugað eins og vanalega.
6.Bættu 1 bolla af matarsóda við þvottaefnið, næst þegar þú þværð þvottinn, til að fatnaðurinn verði hreinni og bjartari.
7.Fjarlægðu viðbrunnar leifar af pottum, pönnum og skúffum með því einu að dreifa matarsóda yfir, bættu þar næst heitu vatni og uppþvottalegi við, og láttu standa í ca. 15 mínútur áður enn þú hreinsar eins og vanalega með svampi. Ekki spara matarsódann!
8.Til að koma í veg fyrir vonda lykt upp úr óhreinatauskörfunni, gætirðu stráð matarsóda í botninn á körfunni eða hreinlega yfir fatnaðinn, þar til að þvottadegi kemur.
9.Ef gölfin eru mött og leiðinleg þrátt fyrir skúringarnar, prófaðu þá að leysa upp ½ bolla af matarsóda í fötu af heitu vatni og skúraðu yfir gólfið til að fá það glansandi. En muna, það þarf að skola á eftir með hreinu vatni.
10.Þú getur búið þér til þinn eiginn hreinsiskrúbb fyrir baðherbergið með því að blanda saman ¼ bolla af matarsóda, 1 matskeið af hreinsilög og örlitlu af ediki til að þetta verði gott kremað skrúbb.
11.Það er nauðsynlegt að eiga matarsóda við hendina ef það kviknar í feitinni á eldavélinni. Þurr matarsódi er góður til að slökkva í feitiseldi.
12.Hreinsaðu uppþvottavélina og jafnvel kaffivélina með því að láta vélarnar fara tómar í gang með matarsóda.
13.Til að hreinsa silfur geturðu blandað 3 hluta matarsóda við 1 hluta vatn og nuddað kreminu vel á silfrið með hreinum klút. Skolið vel og þurrkið.
14.Stráið matarsóda í kattarkassann áður enn sandurinn er settur í, til að minnka lyktina.
15.Notaðu matarsóda til að bursta tennurnar á gæludýrinu. Andfýlan minnkar verulega og tennurnar verða hreinar.
16.Matarsódi er góður á skordýrabit, sólbruna og bruna eftir brenninetlu. Blandaðu saman við örlitið af vatni og settu kremið beint á meiddið.
17.Helltu einum bolla af matarsóda og síðan strax á eftir, einum bolla af heitu ediki ofan í stíflað frárennslið.
18.Burt með flösuna! Settu sjampóið í pásu í nokkrar vikur og nuddaðu handfylli af matarsóda í blautan hársvörðinn í staðinn.
19.Settu 1 teskeið af matarsóda í ½ glas af vatni og skolaðu munninn með því eftir tannburstun.
20.Settu tannburstana í blöndu af ¼ bolla matarsóda og ¼ bolla af vatni yfir nótt, til að hreinsa þá vandlega.
21.Eggjakakan verður dúnkenndari ef þú blandar ½ teskeið af matarsóda við hver 3 egg sem þú notar.
22.Stráðu matarsóda á gangséttina í stað salts, hann er ekki eins harkalegur og eyðandi.
23.Minnkaðu líkurnar á illgresisvexti með því að strá matarsóda í sprungurnar á gangséttinni og heimreiðinni.
24.Blandaðu smá matarsóda í hárnæringuna þína til að halda hárinu heilbrigðu og lausu við klofna enda.
25.Ertu með brjóstsviða? Settu ½ teskeið af matarsóda við ½ bolla af vatni og drekktu.
26.Til að hreinsa klósettskálina geturðu sett í hana ¼ bolla af matarsóda, hrært í og síðan skrúbbað.
27.Til að hreinsa burtu dauðar húðfrumur geturðu búið þér til krem úr 3 hlutum matarsóda á móti 1 hluta af vatni. Berðu varlega á með hringlaga hreyfingum með fingrunum og hreinsaðu síðan af með vatni.
28.Ef það er ólykt upp úr niðurfallinu, geturðu hellt niður í það ½ bolla af matarsóda og hálfum bolla af ediki. Eftir um það bil 15 mínútur hellirðu sjóðandi vatni í niðurfallið til að hreinsa burtu leifarnar.
ATH: Notið þessa aðferð eingöngu ef pípulagnirnar eru úr málmi. Alls ekki nota þessa aðferð ef það er nýlega búið að nota almenna stífluhreinsa.